Switch to your country?

Giftingarhringar úr palladíum

Giftingarhringar úr palladíum

Með því að segja "Já" innsiglar þú líf þitt með makanum og giftingarhringarnir eru táknið um ykkar ævarandi tengsl. Þið getið táknað þennan æviveg saman á einstaklingsbundinn hátt með giftingarhringum úr palladíum - því gagnstætt hefðbundnum hringamálmum, þá eru giftingarhringar gerðir úr palladíum ennþá fremur sjaldgæfir. Setjið ykkar eigið fordæmi með giftingarhringum úr palladíum og hefjið för um nýja leið saman.

Giftingarhringar gerðir úr palladíum hafa sömu gæði en lægra verð

Giftingarhringar úr palladíum eru ekki aðeins nýtískulegir - sérstök einkenni þeirra og léttvigt er grípandi. Giftingarhringar úr palladíum eru harðir og mjög álagsþolnir en eru mun ódýrari en platínuhringar. Hinn silfurhvíti skínandi litur þeirra breytist ekki, jafnvel eftir mörg ár. Það fellur heldur ekki á málminn. Til að tryggja langvarandi glans og jafnvel enn meira álagsþol mælum við með Palladíum 950.

Giftingarhringar gerðir úr palladíum sýna ekki merki um slit, jafnvel eftir margra ára notkun. Þeir eru ekki aðeins tákn um eilífa ást heldur eru þeir einnig skapaðir fyrir eilífðina vegna endingarinnar. Giftingarhringar úr palladíum eru heldur auðveldari í umhirðu heldur en hringar úr gulli og platínu en eru þó á engan hátt ófágaðari í útliti.

Hannið ykkar eigin giftingarhringa gerða úr palladíum

Gefið sköpunargáfunni lausan tauminn og hannið ykkar eigin giftingarhringa úr palladíum eftir eigin óskum. Einfalda og tímalausa eða spennandi nýstárlega. Með acredo hringahönnuðinum getið þið valið á milli ýmissa lína, málma og allskonar annarra atriða. Vegna efnisstyrks henta gftingarhringar úr palladíum sérstaklega vel fyrir demantaísetningu. Veljið þá í rólegheitum heima og komið svo í versun okkar og fáið ráðgjöf um lokaskrefin við hönnunina. Leggið svo í ykkar einstöku för saman með sérhannaða giftingarhringa úr palladíum.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.