Switch to your country?

Þægileg snið

Þverskurður hringsins eða lögun hringferilsins er það sem við köllum snið. Sniðið stjórnar því hvernig tilfinningin er að bera hringinn.

Sniðin hjá acredo hafa verið þróuð til fullkomnunar á allan hátt. Hvort sem sniðið er mjúklega kúpt eða beint - þá skipta þægindin öllu máli.

Notið hönnuðinn til að velja mismunandi snið á auðveldan hátt og til að fá tilfinningu fyrir því hvernig breytt snið hefur áhrif á eðli hringsins.

Grannur eða breiður

Breidd hringsins ræður því hvort hann verður fínlegur og grannur eða breiður og áberandi.

Acredo býður hringabreiddir frá 2,00 til 10.00 mm en það er misjfnt eftir því hvaða snið er valið. Breidd hrings er svo einnig ákvörðuð eftir stærð og lögun handarinnar.

Því hærri sem hringur er , þ.e. fjarlægð frá innra og ytra borði hans, þeim mun stöðugri er hringurinn.

Einlitt eða marglitt

Hringur þarf ekki alltaf að vera einlitur og með sléttu yfirborði. Gefið sköpunargáfunni lausan tauminn.

Samsetning hringferilsins býður upp á marga möguleika: frá sléttum, einlitum hringum til hringa sem samsettir eru úr mörgum lögum í mismunandi litum.

Rásir í hringum

Rásir eru litlar dældir eða gróp í efninu og eru annars vegar hluti af hönnuninni en þær eru einnig ætlaðar sem skipting á milli efna eða yfirborðs.

Rásir geta verið V laga og öldulaga rásir eru einnig notaðar eða hin vinsæla Satúrnusar-rás. Acredo býður breitt úrval í mörgum breiddum.

Sólgult eða bjart hvítt

Líkar ykkur best við klassískt gult gull eða eruð þið hrifnari af svölum glæsileika hvitu eðalmálmanna? Endilega prófið.

Acredo hönnuðurinn býður einnig val um fallega bleikan lit, glæsilegan rauðan lit, grænan og lágstemmdari gráan.

Eða þá að þið ákveðið að nota fleiri en einn lit. T.d. með því að bæta bleiku við hvítan hring.

The purity

As soon as you have determined the color of your ring, the purity determines the available alloys.

If you go for rosé, for instance, acredo offers you the choice between rosé gold 585/- and rosé gold 750/-. The prices are directly displayed on the website.

All of the designs can be configured in several gold, palladium and platinum alloys.

Fægt eða munstrað

Yfirborðmunstrið er sterkt hönnunareinkenni.

Klassískur hringur skín vegna fægða yfirborðsins. Ef þið óskið frekar eftir lágstemmdara útliti eru mismunandi möttunaraðferðir fáanlegar.

Einnig eru í boði nokkrar hamraðar áferðir sem gefa hringunum óvenjulegt og áberandi munstur.

Hreinstefna eða sindrandi

Töfrar demantanna er okkar ástríða. Við bjóðum ykkur því demantabönd á sérlega hagstæðu verði.

Möguleikar hönnunarforritsins opnast upp á gátt þegar kemur að steinunum: einn eða fleiri demantar, utan á hringnum, innan á honum eða jafnvel innan í honum. Möguleikarnir eru ótæmandi.

Steinasafnið gefur ykkur gott yfirlit um vinsælustu kostina, sem síðan er hægt að þróa áfram - engin takmörk.

Með persónulegu vali á fjölda steina, lit, stærð þeirra og gæðum er öruggt að útkoman verður einstök.

Persónulegar áletranir og stærð hringa

Persónuleg ástarorð er það sem kórónar hvern skartgrip. Við getum annað hvort grafið þessi skilaboð á hefðbundinn hátt innan í hringinn eða meira opinskátt utan á hann.

Nýjasta lasertækni hjá acredo býður upp á hefðbundnar áletranir eins og nafn og dagsetningu en einnig fríhendis teikningar.

Acredo samstarfsaðilar okkar aðstoða ykkur með ánægju við að ákvarða stærð hringanna. Við mælum venjulega ummál fingurs. En einnig er hægt að mæla þvermál annars hrings sem passar mjög vel.

Óskalistinn

Ertu búinn að hanna draumahringinn? Vistaðu hann á persónulegum óskalista.

Þú getur alltaf kallað hann fram eftir nafni þínu, póstnúmeri og fæðingardegi.

Viltu deila hönnun þinni eða senda hana með t-pósti? Það er mjög auðvelt þegar óskalistinn er notaður.

Acredo hönnunarforritið

Hannið hringana sjálf eða látið okkur hanna þá fyrir ykkur. Hjá acredo hafið þið val. Þið getið notað hringahönnunarforritið okkar til að hanna ykkar eigin giftingarhringa. Acredo hringahönnuðurinn er kjörinn fyrir pör sem elska hið óvenjulega, vera skapandi eða einfaldlega vilja þreifa sig áfram sjálf í heimi giftingarhringannna. Vegna hins mikla úrvals mismunandi hringa er eitthvað í boði fyrir hvern einstakling og stíl: nýtískulegur eða klassískur - glitrandi eða einfaldur - íburðarmikill eða hógvær. Látið draumana verða að veruleika og hannið ykkar eigin einstöku ástartákn!

Acredo hringahönnuðurinn: besta leiðin að fullkomnum giftingarhringum

Giftingarhringarnir fylgja ykkur allan hjúskapinn sem tákn um einlæga ást ykkar. Þess vegna skyldi vanda vel til við valið á efni, hönnun og útliti til að tryggja varanlega ánægju með hringana. Með acredo hönnuðinum getið þið gert þetta hvenær sem er þægilega í notalegu umhverfi heima hjá ykkur með nokkrum músarsmellum.

Fáið innblástur af hönnunarlínum okkar. Hollywood tíska eða brúðkaup vina. Þið getið prófað mismunandi hönnun og breytt þáttum eins og lögun,llit, efni, yfirborði og steinasetningu.

Útfærsla giftingarhringa: einstakir hringar í aðeins nokkrum skrefum

Allt sem þarf til að útfæra hringana er makinn, tölva, nokkrar hugmyndir og tebolli eða glas af freyðvíni! Fyrsta skrefið er að ákvarða stærð og lögun hrings brúðarinnar. Síðan getið þið valið hvaða lit sem þið óskið. Prófið litasamsetningar og áferðir eftir ykkar eigin óskum. Þá er komið að ánægjulegasta hluta hönnunarinnar hjá brúðinni: valið á demantinum. Gllitrandi og áberandi eða glæsilega einfaldur - veljið sjálf. Loks er komið að brúðgumanum: hringarnir birtast út frá hönnun hrings brúðarinnar. Aðeins þarf að aðlaga stærð og breidd hringsins hjá brúðgumanum. Að lokum getið þið prófað hvernig hringarnir fara á hendi og lagt inn pöntun á þeim í verslun okkar. Það hefur aldrei verið auðveldara að hanna sína eigin einstöku giftingarhringa.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.