Þægileg snið

Grannur eða breiður

Einlitt eða marglitt

Rásir í hringum

Sólgult eða bjart hvítt

The purity

Fægt eða munstrað

Hreinstefna eða sindrandi

Persónulegar áletranir og stærð hringa

Óskalistinn

Acredo hönnunarforritið

Hannið hringana sjálf eða látið okkur hanna þá fyrir ykkur. Hjá acredo hafið þið val. Þið getið notað hringahönnunarforritið okkar til að hanna ykkar eigin giftingarhringa. Acredo hringahönnuðurinn er kjörinn fyrir pör sem elska hið óvenjulega, vera skapandi eða einfaldlega vilja þreifa sig áfram sjálf í heimi giftingarhringannna. Vegna hins mikla úrvals mismunandi hringa er eitthvað í boði fyrir hvern einstakling og stíl: nýtískulegur eða klassískur - glitrandi eða einfaldur - íburðarmikill eða hógvær. Látið draumana verða að veruleika og hannið ykkar eigin einstöku ástartákn!

Acredo hringahönnuðurinn: besta leiðin að fullkomnum giftingarhringum

Giftingarhringarnir fylgja ykkur allan hjúskapinn sem tákn um einlæga ást ykkar. Þess vegna skyldi vanda vel til við valið á efni, hönnun og útliti til að tryggja varanlega ánægju með hringana. Með acredo hönnuðinum getið þið gert þetta hvenær sem er þægilega í notalegu umhverfi heima hjá ykkur með nokkrum músarsmellum.

Fáið innblástur af hönnunarlínum okkar. Hollywood tíska eða brúðkaup vina. Þið getið prófað mismunandi hönnun og breytt þáttum eins og lögun,llit, efni, yfirborði og steinasetningu.

Útfærsla giftingarhringa: einstakir hringar í aðeins nokkrum skrefum

Allt sem þarf til að útfæra hringana er makinn, tölva, nokkrar hugmyndir og tebolli eða glas af freyðvíni! Fyrsta skrefið er að ákvarða stærð og lögun hrings brúðarinnar. Síðan getið þið valið hvaða lit sem þið óskið. Prófið litasamsetningar og áferðir eftir ykkar eigin óskum. Þá er komið að ánægjulegasta hluta hönnunarinnar hjá brúðinni: valið á demantinum. Gllitrandi og áberandi eða glæsilega einfaldur - veljið sjálf. Loks er komið að brúðgumanum: hringarnir birtast út frá hönnun hrings brúðarinnar. Aðeins þarf að aðlaga stærð og breidd hringsins hjá brúðgumanum. Að lokum getið þið prófað hvernig hringarnir fara á hendi og lagt inn pöntun á þeim í verslun okkar. Það hefur aldrei verið auðveldara að hanna sína eigin einstöku giftingarhringa.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.