Switch to your country?

Smart giftingarbönd

Giftingarhringar á hóflegu verði

Mörg pör hafa þegar fundið það verðmætasta í lífinu. Þessa sérstöku ást og einstaka tækifæri til að eyða ævinni saman. Jafnvel dýrustu giftingarhringar geta aldrei orðið vermætari en þessi tilfinningafjársjóður. Lítið því á giftingarhringana ykkar sem öflugt tákn um nána ást og jafnframt sérstaka skartgripi á hófstilltu verði. Acredo býður úrval giftingarhringa á hóflegu verði. Gott verðgildi en hágæðatákn ástar ykkar.

Giftingarhringar fyrir hóflegt verð: Hágæði á lágu verði

Giftingarhringarnir ykkar munu fylgja ykkur alla ævina - og þeir þurfa að standast þá háu kröfu. Þess vegna færir acredo ykkur besta hlutfall verðs og gæða. Við framleiðum giftingarhringa á hóflegu verði eftir nýjustu og kröfuhörðustu framleiðslustöðlum í Þýskalandi. Ef þið viljið samt hafa einstaklingssérkenni á mikilvægustu skartgripunum ykkar þá er þetta leiðin til þess. Látið okkur vita um verðbilið sem ykkur hugnast.

Látið t.d. setja alla demantana samtímis í demantabandið eða breytið hæð og breidd hringprófílsins. Með þessu er hægt að spara fé en fá samt giftingarhringa sem hæfa ykkar verðmætu ást.

Þið stýrið verðinu á giftingarhringunum ykkar

Með acredo hringahönnunarforritinu getið þið hannað hringana sjálf út frá verðforsendum. Hver breyting sem gerð er í hönnuninni kemur strax fram í verðinu sem birtist. Prófið mismunandi lögun, efni, demanta og margt fleira í forritinu fyrirfram. Árangurinn verður: Hringar sem ykkur líkar við 100%. Skyldu giftingarhringarnir enn lenda fyrir ofan óskað verð, þá er hægt að skipta út einstökum atriðum fyrir önnur sem kosta minna með fáeinum smellum á músinni. Starfsfólk okkar er einnig reiðubúið til að veita ykkur persónulega ráðgjöf um hóflega verðlagða en samt hágæða-giftingarhringa.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.