Switch to your country?

Stílpróf

Slakið á, gefið ykkur tíma í að lesa spurningarnar og hefjist svo handa. Punktið hjá ykkur svarið sem passar við ykkur fyrir hverja spurningu. Við lok prófsins fáið þið greiningu á ykkar persónulega stíl. Góða skemmtun í stílprófinu okkar.

Hvernig er heimili ykkar innréttað?

 • Húsbúnaður er hefðbundinn og tímalaus með hlýjum viðartónum og dempuðum litum.

 • Minimalísk hönnuðahúsgögn, hvítt, svart og króm gefa tóninn fyrir mig.

 • Viður veitir mér vellíðan í mínu umhverfi. Ég elska náttúruleg efni. Þau eru ómissandi fyrir mig.

 • Ég vil vera umvafin flaueli, silki og gulli.

 • Risíbúð er minn draumur - með aðeins fáeinum einföldum húsgögnum.

 • Ég vil liti. Ég vil blanda eftirlætishúsgögnunum mínum við muni af flóamarkaðinum. Af og til þá endurraða ég öllu saman.

 • Leikandi lýsir mér best. Ég elska bleikt og ljósblátt. Umvafin allskonar blómum - líka á veggfóðrinu.

Hver er uppáhaldsborgin þín?

 • París - andi Parísar er einstakur, stíll Parísar er goðsagnakenndur.

 • New York - augljóslega. Borgin er lífleg, íburðarmikil og full af óvæntum uppákomum.

 • Mér líkar við Stokkhólm - óformleiki Svía, vatnið og eyjarnar.

 • Dubai - sólskin allt árið, ótrúlegur arkitektúr, lúxushótel og versla af hjartans lyst - eins og sögurnar Arabískar nætur.

 • Berlín - borg sem enduruppgötvaði sig sjálfa. Gnótt tækifæra, mikið af fólki og mikið gaman.

 • Róm - pastaborgin, vino og amore. Alltaf dálítið óreiðukennd en með mikla ástriðu. Alveg eins og ég.

 • Ég elska Feneyjar - rómantískir staðir, siglingar á gondólum og hið ítalska "dolce vita".

Hvernig sigraði hann hjarta þitt?

 • Hann er einfaldlega séntilmaður.

 • Sigraði? Ef mér líkar við einhvern þá tek ég frumkvæðið.

 • Ferðalag upp í sveit endaði í dásamlegri lautarferð.

 • Yfir kvöldverði fyrir tvo á stjörnuveitingastað.

 • Með persónutöfrum og danshæfileikum.

 • Hann sendi mér stöðugt litla miða með myndum eða ástarorðum.

 • Með blómum og ljóði sem hann samdi sjálfur. Hann sigraði hjarta mitt með hlutum frá sínu eigin hjarta.

Hvaða skór fylgja þér helst?

 • Klassískir spariskór

 • Hrífandi leðurstígvél með dýru merki

 • Slitnir strigaskór

 • Gull og kristalslegnir háhælaskór

 • Strigaskór og spariskór

 • Ég hef marga mismunandi og mjög litríka stíla

 • Ballerínuskór í pastellitum

Hvernig hárgreiðslu viltu helst hafa?

 • Bundið aftur í hnút er fullkomið fyrir mig.

 • Ákveðin formföst klipping á við mig.

 • Ég vil láta það falla frjálst niður og hafa náttúrulegt útlit

 • Ég elska mikið hár. Hárgreiðsla er mér mikilvæg. Ég fer oft og reglulega til hárgreiðslumeistara.

 • Hárgreiðslan mín þarf að vera fljótleg og endast allan daginn. Það kallar á fullkomna klippingu.

 • Greitt aftur, fléttað, litað - bara eftir stemningunni

 • Krullað með hárbandi eða fléttað

Hver eru kvöldplönin fyrir helgina?

 • Við ætlum á flotta nýja veitingastaðinn?

 • Við ætlum á uppáhalds undirheimaklúbbinn minn.

 • Bara að slaka á og elda með vinum.

 • Kvöldverður við kertaljós með elskunni.

 • Fara á opnun listagallerís með músík í framhaldinu. Það er í uppáhaldi.

 • Bara að láta reka í gegnum nóttina.

 • Hjúfra mig á sófanum mínum og lesa.

Þinn stíll:Elegant

Klæðaskápurinn þinn er ekki framúrstefnulegur. Þú hefur þinn klassíka glæsistíl sem horfir til gæða en ekki magns. Þú elskar hreinar línur og fínlega liti, með vott af kæruleysi.

Þú vilt hógværa hönnun sem lætur ekki sérstök smátriði uppi við fyrstu sýn, svo sem eins og tvöfalt hringband, rósrautt að innan og hvítagull að utan. Það hæfir þínum glæsilega stíl að að bera princess eða baguette demanta, auk demantshringa úr Charisma línunni með viðeigandi hálsmeni og eyrnalokkum

Þinn stíll:Cool

Þú sneiðir vel framhjá litskrúðugum fötum og blómamunstrum. Þú elskar minimalísk og samhæfð form. Hreint, einfalt og fallegt eru markmiðin þín - ekkert yfirlæti, aðeins hreint, svalt og smart. Þú fylgir frekar arkitektúrformum heldur en náttúrulegum og elskar andstæður eins og svart og hvítt. Og ef útlitið þitt fer öfugt í einhvern? Þá lætur þú þér það í léttu rúmi liggja - þér er eiginlega slétt sama.

Sem svala manngerðin þá velur þú einlita skartgripi úr öllum hvítu málmunum frá silfri til platínu. Þú elskar líka hreina, nútímalega og skýra hönnun með nákvæmlega útfærðri steinasetningu.

Þinn stíll:Natural

Þú elskar útivistina. Það endurspeglast í stílnum þínum - umhverfismeðvitund, samt ekki gamaldags, það er dæmigert fyrri þig. Í staðinn fyrir mikla og nákvæma förðun velur þú frekar fínlega förðun sem kallar fram þína náttúrulegu fegurð. Þú klæðist gjarnan pasteltónum og hlýjum jarðarlitum.

Sem náttúrutýpan þá velur þú hringa með öldumunstri, þægilega löguðum hringlegg eða með hinni óvenjulegu mokume gane áferð. Þú vilt blómamunstur fyrir solitaire hringana.

Þinn stíll:Luxury

Þú elskar fín vörumerki, kampavín, að fara flott út að borða og langar helgar á lúxushótelum. Þú nýtur lífsins út í æsar. Þú vilt að lífið sé glæsilegt en jafnframt smekklegt og stílhreint og þú leggur mikið upp úr áreiðanleika - það eru gæði en ekki magn sem máli skiptir. Peningar leilka aðeins minniháttar hlutverk hjá þér.

Sem lúxustýpan þá elskar þú stórar og óvenjulegar steinasetningar, sérstaklega demantabönd á hlið, hringa með spennufestingum - glæsilega skartgripi fyrir þessi sérstöku augnablik. Ennfremur einstaka solitaire hringa með stórum demöntum og viðeigandi eyrnalokka og hálsfestar sem uppfylla þarfir þínar fullkomlega.

Þinn stíll:Urban

Þér líkar við einfalt útlit sem þú getur notað í þínu daglega hvarsdagsamstri. Þú vilt hafa það óformlegt en það á samt að vera smart og standast nútímakröfur. Þú ert mjög alþjóðleg og tískumeðvituð, stundum leggur þú jafnvel línurnar fyrir aðra. Þú elskar einfaldan stíl með skemmtilegum fygihlutum og þú notar liti til að setja áherslur.

Sem borgartýpan viltu breiða, sláandi hringa, sem eru ýmist marglitir eða með einfaldara munstri. Einlitir og tvílitir hringar með steinasetningu falla einnig vel að borgarstíl þínum.

Þinn stíll:Creative

Þú ert opin fyrir öllu nýju og óvenjulegu, óhrædd við liti og þú elskar óvenjuleg munstur og hönnun og ert til í að prófa allt. Það leiðst engum í þínum fataskáp. Þú hikar ekki við að prófa nýja hluti með fötunum þínum til að skapa einstakan stíl.

Sem skapandi týpan þá viltu hringa með óvenjulegum litasamsetningum, t.d. grá-hvíta með örlitlu af rauðu í, línur með sérstökum steinum eins og princess og baguette skornum demöntum, sláandi munstur og steinasetningar. Hönnunarforritið með sínum óendanlegu möguleikum er einmitt fyrir þig. Þú getur gefið sköpuninni lausan tauminn og fengið að vita verðið um leið.

Þinn stíll:Romantic

Sem rómantíker þá elskar þú kvenlega hönnun - blómamunstur, fínlega rósrauða tónar, ástríðufullt nostur við smáatriði. Kjólar með blómamunstri eru í uppáhaldi - og ekki bara á sumrin. Þú vilt undirstrika rómantískt útlit með skrautlegum fylgihlutum eins og blómanælum.

Sem rómantíska týpan þá elskar þú fínlega trúlofunarhringa. Demöntunum mætti gjarnan raða í hjartalaga munstur. Þú fellur auðveldlega fyrir persónulegri ástaráletrun á hringnum. Loks er mögulegt að bæta við memoire hring með demantaröð sem lengist smám saman.

Glæsilegur

Tímalaus fegurð og þýsk framleiðslugæði. Sameinið stílhreina hönnun smátriða og sniðforma. Nútímaleg klassík með persónulegum stíl fyrir ástina ykkar.

Svalur

Hjá acredo finnið til sannan efnivið til að tjá ást ykkar. Tælandi platína, efnismiklir hringar og skýr hönnun gefa giftingarhringum vigt og mikilvægi. Uppspretta innblásturs fyrir ykkar einlæga samband, sem ekki er aðeins sýnileg heldur einnig mjög verðmæt.

Náttúruleg

Náttúruleg fegurð endurspeglast í þessum munúðarfullu skartgripum frá acredo. Ölduhreyfing sjávarins og samræmið í landslaginu sem breiðir úr sér fær samsvörun í hönnuninni.

Lúxus

Lúxus - hrífandi hringar sem fylgja ykkur alla ævi. Hjá acredo getið þið skreytt hringana eða skartgripina ykkar með gnægð óvenjulegra steina. Bönd með glitrandi brilliant demöntum, hringar alsettir demöntum og demantar með alþjóðlegum vottunarskírteinum bíða ykkar.

Stórborgin

Nútímalífstíll einkennist af hraða og breytingum. Hann kallar á stílhreina skartgripi í síbreytilegum aðstæðum. Notið hið snjalla hönnunarforrit acredo til að skapa hringa eða skartgripi fyrir ástina ykkar. Skreytið með demanti eða látlausum smáatriðum.

Skapandi

Samsetningin, litirnir og ekki síst áletrun ástarorðanna gera hvern einasta acredo hring algjörlega einstakan. Takið ykkur tíma og gefið sköpunargáfunni lausan tauminn. Þið hannið og við látum draumahringana verða að veruleika.

Rómantísk

Blíðar tilfinningar snúast upp í stóru ástina. Fagnið stærsta degi lífsins með acredo giftingarhrigum. Rósagull með fallegum hjartademanti. Kvenlegir trúlofunarhringar eða fínlegir memoire hringar eru til vitnis um rómantískar stundir lífsins.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.