Switch to your country?

Allt passar fullkomlega

Upplýsingar um hringastærð og snið

Rétta stærðin

Einn af hápunktum hvers brúðkaups er þegar hringarnir eru settir upp. Þeir eiga að renna liðlega á fingurinn og passa eins og hanski.

Hringur ætti ekki að vera of laus svo ekki sé hætta á týna honum. En hann má heldur ekki vera óþægilega þröngur.

Þess vegna er afar mikilvægt að ákvarða hringastærðirnar gaumgæfilega. Til þess eru nokkrar leiðir.

Öruggasta leiðin er að koma í eina af verslunum okkar og fá sérfæðingana þar til að ákvarða hringastærðina með ykkur.

Enn mikilvægara er að ákvarða hringastærðina rétt ef margir steinar eru í hringnum.

Ummál fingurs

Ummál á fingri svarar til innra ummáls á hring. Vefjið þræði eða pappírsræmu utan um fingurinn þar sem hringurinn á að vera. Athugið líka að hægt sé að færa mátið yfir hnúana.

Klippið þráðinn eða ræmuna þar sem endar mætast og mælið síðan lengdina í mm. Hún á að samsvara innra ummáli hringsins.

Innra þvermálið

Ef gjöfin á að koma á óvart þarf að beita öðrum aðferðum. Finnið til hring af manneskjunni sem á að koma á óvart án þess að hún verði þess vör og mælið hringinn.

Æskilegast er að hringurinn sem mældur er hafi svipað snið og nýi hringurinn.

Takið reglustiku eða skífumál til að mæla innra þvermál hringsins. Margfaldið það með 3,14 til að fá innra ummálið.

Eða setjið pappírsræmu innan í hringinn til að mæla innra ummál hans.

Á hvorri hendinni skal bera hringinn?

Ráðgjafar okkar eru oft spurðir: "Á hvorri hendinni á að bera hringinn?"

Þetta er breytilegt eftir löndum en hér fyrir neðan er örlítil samantekt um málið.

Í Þýskalandi og Austurríki er giftingarhringurinn borinn á hægri hendi. En almennt er alþjóðlega venjan að bera hann á þeirri vinstri, næst hjartanu.

Trúlofunarhringurinn er venjulega borinn á vinstri hendi og það er ákveðin tilhneiging um heiminn að bera bæði trúlofunar- og giftingarhring á sama fingri.

Ef hringurinn er skartgripur eða vináttuhringur þá má hafa hann á hvaða fingri sem er.

Snið og breidd hringa

Komið við hjá acredo samstarfsaðilum til að skoða hið mikla úrval af stærðarmálum fyrir hin mismunandi snið hringanna. Lögun sniðsins og breidd hringsins getur haft mikil áhrif á hringastærðina.

Hringar með kúptu innra sniði renna mun betur upp á fingurinn heldur en hringar með beinu innra sniði. Sama gildir um granna hringa. Það er auðveldara að setja þá upp en breiða hringa.

Sýnishornaþjónustan okkar tryggir ykkur hárrétta mátun. Við búum til sýnishorn af hring með sniðinu og breiddinni sem þið völduð. Sýnishornið getið þið svo prófað áður en ykkar eiginlegu hringar eru framleiddir.

Nokkrar ábendingar

Athugið eftirfarandi atriði vel áður en stærð hringa er endanlega ákvörðuð:

1. Takið með í reikninginn að hægri og vinstri hönd eru oftast nær mismunandi að stærð. Mælið alltaf fingur á þeirri hendi þar sem bera á hringinn.

2. Stærðarmælingin getur verið misjöfn eftir tíma dagins. Fingur eru gjarnan grennri á morgnana heldur en á kvöldin.

3. Hitastig hefur einnig áhrif á mælinguna. Fingur eru grennri kaldir. En á heitum dögum geta þeir þrútnað.

4. Þyngdarbreytingar líkamans yfir lengri tíma geta orðið þess valdandi að hringar verða of þröngir. Það er því ráðlegt að líta til sérfræðinganna af og til og fara yfir hringastærðirnar.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.