Switch to your country?

Hönnun. Samsetning. Útfærsla.

Tjáið hamingju ykkar með hringasettum frá acredo

Hringasett samanstendur að a.m.k. tveimur eða fleiri hringum sem bornir eru á sama fingri. Hver hringur hefur sína sérstöku fegurð og ber ástinni og sérstökum augnablikum vitni.

Frá trúlofun til giftingar, frá fæðingu barns til brúðkaupsafmælis eða jafnvel athöfn til að endurnýja heitin. Fallegur hringur hjálpar ykkur til að varðveita bestu minningarnar.

Við bjóðum ykkur að hanna ykkar eigin hringasett. Chorus, Couplet og Charisma línurnar veita ykkur innblástur. Allir hringarnir í þessum línum passa fullkomlega saman og bíða eftir að þið uppgötvið þá.

Trúlofunin

Trúlofunin markar opinbert upphaf sambands ykkar. Bónorðinu verður áreiðanlega vel tekið með trúlofunarhring eða solitaire hring með demanti í miðju hringsins.

Charisma línan er draumur hverrar prinsessu. Heillandi trúlofunarhringar eða solitaire hringar eru fullkomin byrjun á hringasetti.

Hringurinn hefur sömu snið og giftingarhringur og passar fullkomlega.

Demanturinn er settur í öndvegi en einnig er hægt að velja steinaísetningu með hliðunum.

Brúðkaupið

Brúðkaupið er næsta skref á eftir trúlofuninni. Giftingarhringarnir ykkar eru tákn ástar en munu einnig halda minningunni lifandi um sérstakan dag það sem eftir er ævinnar.

Breidd hefðbundins giftingarhrings er venjulega á milli 5 og 6 mm. Ef þið hugsið ykkur að bera trúlofunarhringinn og giftingarhringinn á sama fingri þá þarf að huga að því frá byrjun.

Við höfum því meðvitað haft hringana í Couplet og Chorus línunum grennri. Karlmannshringinn er hægt að hanna með sömu breidd eða breiðari.

Minningar

Þið munuð upplifa mörg sérstök augnablik saman eftir brúðkaupið. Memoire hringur mun festa þessar stundir í minni.

Hver steinn táknar sérstakt augnablik - ferðalag, fæðingu barns, öll árin saman eða einfaldlega ástina.

Hvað er fegurra en að gera sérstöku viðburðina ódauðlega með glitrandi demanti? Þeir eru settir í rás, klær, bil eða pavé.

Eða viljið þið endurnýja heitin eftir langan hamingjuríkan tíma saman? Memoire hringar eru tilvaldir og þeir endast ævilangt.

Hringasettið

Acredo er með tvær tegundir af hringasettum: Couplet línan er samsetning tveggja kvenhringa og eins karlmannshrings. Chorus línan er með þrjá kvenhringa og einn karlmannshring.

Miðpunktur hringasetts er solitaire hringur með brilliant eða princess demanti. Með honum er borinn giftingarhringur, memoire hringur eða giftingar- og memoire hringar saman.

Það má leika sér með áhugaverðar samsetningar í sama málmi eða mismunandi málmtegundum í hringasettunum.

Útkoman getur orðið spennandi. Flæðandi hönnun eða andstæður. Gefið ykkur lausan tauminn.

Við vonum að þið njótið þess að skapa ykkar eigin "sett af hamingju"

Okkar innblástur

Sameinið sérstöku minningarnar - trúlofunina, brúðkaupið og önnur sérstök augnablik

Hönnuðurinn okkar

Skapið ykkar eigin sérsniðnu skartgripi

Látið þetta mikla úrval veita ykkur innblástur og veljið eftirlætishönnunina. Þið getið útfært persónuleg smáatriði sjálf, vistað hönnunina og sett ykkur í samband við verslun okkar. Við vonumst til að þetta verði ykkur ánægjuleg reynsla!

Allt er þegar þrennt er: acredo hringasett

Hringur er sjaldnast borinn stakur. Prófið hringatríó frá acredo til að fá réttu útkomuna í tvennum skilningi. Eins og máltækið segir, "allt er þegar þrennt er", þá er bætt við giftingarhring brúðarinnar með aukahring í stíl og memoire hring - sem gera hringasettið. Til að samsetningin njóti sín er best að hafa giftingarhringana tvo í einfaldri hönnun. Þannig gefst tækifæri fyrir brúðina að fá spennandi aukahring. Það er venjulega trúlofunarhringurinn - í stíl við giftingarhringana.

Breytið tveimur í þrjá: hringasettin munu passa fullkomlega

Karlar hallast að því að hafa hlutina einfalda og tímalausa en konurnar frekar glitrandi og spennandi. Acredo hringasettin sameina þessar tvær andstæður. Haldið hönnun giftingarhringanna einfaldri með aðeins fáeinum demöntum fyrir brúðina - og glitrandi aukahringur með mörgum litlum demöntum eða einum stórum steini sem passar við hring brúðarinnar. Konurnar njóta þannig ljómandi eðalsteina sem þær hafa dálæti á en karlarnir halda sig við einfaldleikann.

Couplet og Chorus línurnar hjá acredo innihalda breitt úrval hringa sem hægt er að raða saman. Þeir sameina hið hefðbundna við það nýstárlega.

Þið getið hannað sjálf: Setjið sjálf saman hringatríóin

Þriggja hringa settin er hægt að hanna í hönnunarforritinu. Þið getið leikið ykkur með samsetningarnar við giftingarhringana. Stillið upp giftingarhring brúðarinnar fyrst. Látlaus með fáum eða engum demöntum, hvítagull eða platína, grannur eða eilítið breiðari. Forritið birtir sjálfkrafa samsvarandi hring fyrir brúðgumann. Þegar breidd og hæð eru fundin getur brúðurin haldið áfram með skínandi aukahringinn í stíl - eða farið í allt aðra átt - eitthvað meira spennandi. Hvort sem memoire hringur er valinn með eða ekki þá er hægt að sameina hina ýmsu möguleika í þriggja hringa sett. Lítið við í einni af verslunum okkar til að fá innblástur og ræða málin við starfmenn okkar. Þriggja hringa settin ykkar verða einstök, hvort sem þið hafið hannað þau sjálf eða með aðstoð sérfræðinga okkar.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.