Switch to your country?

The production of your wedding rings"""

Golden craft meets state-of-the-art technology"

Málmblandan

Steypan á málmblöndunni er fyrsta skrefið í smíði giftingarhringsins.

Acredo framleiðslan notast eingöngu við bestu fáanleg efni og aðferðir. Við blöndum sjálf t.d. yfir 30 eðalmálma.

Steypuverkstæðið er mikilvægur staður í ferlinu. Þar fer fram bræðsla og blöndun við mjög háan hita. Starfsmennirnir leggja sig fram af sömu ástríðu og útsjónarsemi eins og þeir sem vinna við aðra þætti framleiðslunnar.

Hjá acredo nær úrvalið af málmblöndum frá gulli yfir í palladíum og platínu. Það nýjasta er hið verðmæta platínugull.

Gullblöndurnar okkar eru gular, hvítar, gráar, rósrauðar, bleikar, og grænar. Við erum með einkaleyfi fyrir sumar af þessum blöndum.

Frá málmblöndu til grunnhrings

Fyrst eru stangirnar steyptar úr brennheitum fljótandi málmi.

Þykkt stanganna er síðan minnkuð með endurtekinni völsun. Þetta þéttir efnið og býr það undir það álag og slit sem giftingarhringurinn verður fyrir.

Þegar endanlegri þykkt hefur verið náð er hringurinn gataður úr plötunni með miklu afli. Þessi aðferð skilar hringunum í mestum gæðum. Með því að slá út hringinn í heilu lagi verður engin þörf fyrir suðusamsetningu síðar.

Þá getur samspil handverks og vélrænnar vinnslu haldið áfram.

Hringleggirnir okkar hafa mikla hörku vegna þeirra hersluferla sem þeir ganga í gegnum. Harkan er mæld og gefin upp í Vickers (HV)

"Frumleiki og sköpunargáfa viðskiptavina okkar veitir okkur innblásur í framleiðslunni alla daga.

Við erum sannfærð um að þið munuð finna fyrir ástríðunni sem við höfum fyrir vörum okkar þegar þið berið skartgripina frá okkur.\

Hringurinn tekur á sig mynd

Næstu skref í vinnslunni gefa hringnum sniðið og stærðina sem óskað er eftir. Rennslan fer ýmist fram handvirkt eða í háþróuðum CNC rennibekkjum. Útfærsluupplýsingarnar sem þið gáfuð upp stýra rennslisferlinu á eðalmálminum. Þannig fær hringurinn óskaða lögun, breidd og hæð. Allur afskurður er endurunninn.

Hringurinn er skoðaður nákvæmlega af sérfæðingi eftir hvert framleiðsluskref.

Ef hönnun ykkar gerir ráð fyrir gróp eða rás er hún fræst í hringinn með demantsverkfærum. Fyllstu nákvæmni og einbeitingu er krafist við það verk.

Steinasetningin

Steinasetjaranir okkar þurfa styrka hönd og mikla næmni við demantaísetninguna.

Hjá acredo er mikið úrval steina og festinga. Brilliant, princess, baguette eða hjartalaga demantar - þá þarf ekki aðeins að festa örugglega heldur þurfa steinninn og festingin að vera í fullkomnu samræmi við hringinn.

Steinn í umgjörð er festur í dæld sem fræst hefur verið í hringinn.

Miracle krónan heldur steininum með 4 klóm sem skorin hafa verið úr eðalmálminum. Þessi festing sýnist ferköntuð og hæfir bæði stökum steinum og demantaböndum.

Önnur vinsæl leið fyrir demantabönd er rásarfesting. Steinunum er raðað saman án millibils í rás sem búið er að fræsa í hringinn. Steinarnir virðast vera floti þar sem þeir eru aðeins festir efst og neðst.

Glansandi eða matt

Hinum fallega glans á hringum er náð með fægingu. Það verk krefst nákvæmni og kunnáttu.

Þjálfuð augu fægingarmanna okkar eru mun fremri öllum vélum. Fægingin er því hreint handverk.

Taka verður tillit til annarra flata sem fyrir eru eins og t.d. satínáferðar.

Yfirborðsmunstrið er sterkur hönnunarþáttur.

Klassískur hringur glansar vegna fægða yfirborðsins. Ef óskað er eftir lágstemmdari hönnunareinkennum er hægt að velja mismunandi tegundir af möttu yfirborði.

Mattað að hluta, ísmattað eða hamrað yfirborð gefur hringunum meira afgerandi og óvenjulegt útlit

Persónulegar áletranir

Hver einasti skartgripur verður einstakur með persónulegri áletrun. með nýjustu lasertækni acredo er hægt að grafa allt frá einföldustu áletrunum eins og nafn og dagsetningu til þess að yfirfæra fríhendis teikningar á skartgripinn.

Við erum með séfræðinga sem koma hugmyndum ykkar í framkvæmd. Um leið og hringarnir koma úr framleiðslu er hægt að hefjast handa við áletrunina.

Hver áletrun er nákvæmnisvinna. Hringinn þarf að staðsetja nákvæmlega áður en laserinn er notaður. Einbeitni og kunnátta eru ómissandi við þessa vinnu.

Gæðaeftirlit

Á sama hátt og hver steinn er skoðaður nákvæmlega af sérfræðingum okkar, þá fer fram strangt gæðaeftirlit skartgripanna að framleiðslu lokinni.

Hvert smáatriði er staðfest undir smásjá: hæð, breidd, efnisskipting, snið, yfirborð, steinafesting og áletrun.

Skartgripurinn þinn hefur farið um margar þjálfaðar hendur í framleiðslunni. Hann var skapaður af ást og sérþekkingu, sem og mikilli ástríðu hjá egf Manufaktur í Pforzheim, Þýskalandi

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.