Switch to your country?

Þjónustan okkar

Nánari upplýsingar

Okkar ósk

Hringar, eyrnalokkar og hálsfestar fylgja okkur alla daga í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við mælum með reglulegri umhirðu og eftirliti til að viðhalda sem lengst og best glæsileika eðalmálmanna og ljóma steinanna.

Við viljum að þið njótið skartgripanna ykkar um mjög langa tíð. Í þeim felast ekki aðeins veraldleg verðmæti heldur tengjast þeir einnig mörgum yndislegum minningum.

Komið við hjá okkur og nýtið ykkur þjónustuna. Við hlökkum til að taka á móti ykkur.

Hringasýnishorn

Það bjóðast ótrúlegir möguleika í útfærslum hringanna. En það gerir kröfur til viðskiptavina okkar um að taka margar ákvarðanir. Þið ákveðið hæð, breidd, lit, stærð, steinagerð o.s.frv. Sumar ákvarðanir eru auðveldar en aðrar erfiðari.

Hjá acredo bjóðum við hringasýnishorn sem hjálpa ykkur eins og mögulegt er við ákvarðanatökuna og til að eyða allri óvissu.

Hringasýnishornin eru úr silfri og hafa sömu lögun, breidd, hæð og stærð eins og draumahringarnir ykkar, sem gerir ykkur kleift að fá alveg réttu tilfinninguna fyrir hvernig er að bera þá.

Það tekur okkur u.þ.b. 14 daga að búa þessa hringa til. Hafið það í huga þegar þið undirbúið kaupin. Verð þeirra gengur svo upp í kaupin á sjálfum giftingarhringunum.

Einnig er hægt að fá viðbætur á sýnishornin eins og rásir, steina, munstur eða áletranir gegn gjaldi.

Umhirða skartgripa

Giftingarhringar og trúlofunarhringar slitna og láta á sjá með tímanum. Við berum þá alltaf og allsstaðar af því þeir standa hjörtum okkar nærri og tákna ástina í lífinu.

Hendur okkar eru að allan liðlangan daginn. Það eru húsverk, tekið í hurðarhúna, handrið o.s.frv. Allt þetta skilur eftir sig spor á skartgripunum okkar, Sérstaklega á hringunum.

Hringunum fylgja fægiklútur og möttunarsvampur. Möttunarsvampurinn gerir ykkur mögulegt að endurheimta áferð mattra hringa.

Við mælum einnig með því að þið setjið gullskartgripina ykkar í heitt vatnsbað og þurrkið þá síðan með fægiklútnum.

Þegar skartgripirnir eru ekki í notkun er best að geyma þá í mjúku efni og þannig að þeir rekist ekki utan í hver aðra. Það mun skila sér í langvarandi ljóma þeirra.

Eftirlit með steinum og festingum þeirra

Flestir giftingarhringar nú á dögum eru með einum eða fleiri steinum. Steinninn er ráðandi hönnunareinkenni skartgripsins og er það sem grípur athygli allra.

Til að tryggja endinguna er ráðlegt að láta sérfræðingana fara reglulega yfir steinana og festingar þeirra. Við bjóðum þessa þjónustu til að tryggja áframhaldandi og óskerta ánægju ykkar með skartgripina.

Harka steinefna er mæld á Mohs kvarða frá 1 upp í 10.
Demantar eru harðasta efnið og mælast 10 á Mohs kvarðanum. Kórund, þ.m.t. safír, fylgir fast á eftir með hörkuna 9 á Mohs kvarða. Auk fegurðarinnar er þessi harka safírs ástæða þess að acredo notar hann mikið í sínum skartgripum.

Álag og högg geta valdið því að festingarnar skaddast. Þannig er hætta á að steinar geti glatast. Til að forðast þetta mælum við sterklega með því að þið komið reglulega með skartgripina í eftirlit og yfirferð hjá okkur.

Endurnýjun og lagfæring

Lífið skilur ekki aðeins eftir sig mörk á manneskjunni heldur einnig og sérstaklega á hringunum. Með tímanum verða háglansandi fletir mattari og fletir sem voru upprunalega mattir verða meira glansandi.

Áhrif álags og núnings á hringa er breytilegt og veltur á hörku efnisins í hringnum. Þetta hefur einnig áhrif á það hvernig möguleikar á endurnýjun og lagfæringu eru.

Þegar gull er lagfært eru afar þunn yfirborðslög fjarlægð en hinsvegar er hægt að endurnýja yfirborð málma í platínuflokknum eins og palladíum og platínu með afar lítilli slípun.

Við bjóðum ykkur endurnýjun skartgripanna ykkar hjá fagmönnum á verkstæðum okkar. Leitið til okkar ef þeir eru farnir að láta á sjá.

Stærðarbreyting hringa

Margar ástæður geta verið fyrir breytingum á hringastærð. Ákvörðun um að færa hringinn á annan fingur. Fingurnir breytast eftir tíma dags - grennri að morgni og sverari að kvöldi. Eða líkamsþyngdin hefur farið upp eða niður.

Dæmigerð stærð kvenhrings er 50 til 55 en karlhringurinn er á bilinu 58 til 64. En mikið úrval stærða fyrir ofan og neðan þessi gildi er í boði.

Það fer eftir tegund hrings hve mikið verk er að breyta stærð hans. Breyting á klassískum einlitum gegnheilum hring úr sama efni um eitt eða tvö númer er ekki mikið verk. Annað mál er með hring sem alsettur er steinum. Hann þarf venjulega að endurvinna frá grunni.

Við sjáum um allar breytingar á hringastærðum. Leitið ráða hjá sérfræðingunum í verslunum okkar.

Acredo askjan

Framsetning og varðveisla skartgripsins verður að vera eins og best verður á kosið. Acredo askjan var sérstaklega sköpuð í þessum tilgangi.

Gylltir og beige tónar umlykja skartgripinn og setja hann í öndvegi. Efnið að innan er notalegt viðkomu. Það er mjúkt eins og flauel og veitir skartgripunum bestu fáanlega vörn.

Að auki fylgir með í hverri öskju lítill geymslupoki fyrir giftingarhringinn. Á vottorðinu sem einnig fylgir eru mikilvægar umhirðuleiðbeiningar fyrir skartgripi.

Bókið tíma hjá okkur

Við leggjum mikið upp úr því að veita viðskiptavinum okkar nákvæma og trausta ráðgjöf. Það er okkur sönn ánægja að þjóna ykkur. Gefið ykkur því nægan tíma fyrir ráðgjöfina.

Hægt er að bóka tíma hjá acredo samstarfsaðilum okkar fyrirfram. Við mælum sérstaklega með því að bóka fyrirfram ef um kvöld eða helgartíma er að ræða.

Hringið, sendið tölvupóst eða setjið inn fundartíma í almanakið á netinu og við munum senda ykkur staðfestingu til baka. Ráðgjafi frá okkur mun taka frá rúman tíma til að ræða við ykkur. Þið munuð þá geta farið yfir allar spurningar í smáatriðum. Þannig munum við smám saman komast að niðurstöðu um skartgripina ykkar í sameiningu.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.