Switch to your country?

Stefna okkar

Snið og lögun sem veita vellíðan

Með sniði er átt við þversnið hrings. Það eru til bein snið, misjafnlega rúnnuð snið eða snið sem eru sambland af þessu.

Til að hringurinn verði þægilegur er mikilvægt að innra byrði hans, hliðar og ytra byrði renni fullkomlega saman.

Hönnuðir okkar fást vð þetta flókna stærðfræðilega verkefni. Markmið okkar er að þróa algerlega samræmd og stundum óvenjuleg form sem einfaldlega veita vellíðan þegar þau eru borin dags daglega.

Best er að þið finnið réttu sniðin fyrir ykkur með því að handleika formin í mismunandi stærðum og víddum hjá næstu acredo verslun.

Málmböndurnar

Vickers harka

Þar sem hringar verða fyrir miklu álagi og sliti innfelur framleiðsla okkar sérstakt hersluferli.

Harka hringsins er gefin upp í Vickers (VH) kvarða samkvæmt aðferð sem þróuð var hjá Vickers Ltd 1925 fyrir flugvélaiðnaðinn. Hörkumælingin er gerð með punktálagsprófi.

Harka heillitaðra hringa er venjulega meiri en marglitra hringa. Acredo blöndur eru með hörku á milli 180 og 270 HV. Þau gildi eru yfir meðallagi.

Fyrir ykkur þýðir það að hringarnir er slitþolnari. Hinsvegar er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir merki um slit þegar álagið er mjög mikið.

Töfrar demantanna

Made in Germany

Margar hendur koma að sköpun hvers skartgrips. Sérfræðingar á hverju sviði koma að framleiðslunni. Blöndun málma, slípun, steinaísetning og frágangur eru þættir sem hver og einn krefst sérþekkingar.

Pforzheim hefur verið miðstöð skartgripa- og úraframleiðslu í Þýskalandi síðan Friedrich von Baden markgreifi stofnaði hana árið 1767. Vegna nábýlis gullsmiða og úrsmiða státar Pforzheim af hópi sérfræðinga, bæði í tækni og hönnun, sem kemur til góða í skartgripaframleiðslunni.

Við nýtum okkur til fullnustu að hafa aðgang að slíkri sérþekkingu á handverki og hátækni og það gerir okkur kleift að bjóða ykkur aðlaðandi verð.

Hjá acredo þýðir Made in Germany: Áreiðanleiki, hönnun og hágæði.

Glæsilegt og einstakt

Committed to Sustainability

Learn more

egf Manufaktur and thus acredo places emphasis on uncompromising quality and is committed to sustainability. egf Manufaktur has been a member of RJC since 2017. Furthermore, it fulfills the RJC Chain of Custody standard - a non-mandatory standard for members.

Ensure your prosperous future together begins with a good feeling.

RJC Zertifikat

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.