Switch to your country?

Stefna okkar

Hjá acredo sameinum við hefð og nýsköpun með varanlegu virði og gæðum í hæsta flokki. Hvert smátriði skartgripanna okkar endurspeglar þetta.

Við höldum áfram að þróa og endurbæta acredo hönnuðinn til að geta boðið ykkur endalausa möguleika við útfærslu skartgripanna. Sérhæft hugbúnaðarteymi okkar bætir stöðugt tæknina viðskiptavinum okkar til hagsbóta.

Við leggjum mikið upp úr nákvæmri og heiðarlegri ráðgjöf. Þess vegna höldum við reglulega þjálfunarnámskeið fyrir samstarfsaðila okkar til að halda þeim upplýstum um nýjustu möguleikana.

Acredo vörurnar eru eingöngu framleiddar hjá efg Manufaktur, einum af fremstu framleiðendum heims á giftingarhringum og skartgripum í Pforzheim, Þýskalandi. Efg Manufaktur var fyrsti giftingarhringaframleiðandinn til að hljóta gæðavottun frá Schmucktechnologisches Institut at Hochschule Pforzheim (tæknileg stofnun fyrir skartgripi við háskólann í Pforzheim). Þessi gæði eiga rætur að rekja til 80 ára reynslu og hefða fyrirtækisins.

Snið og lögun sem veita vellíðan

Með sniði er átt við þversnið hrings. Það eru til bein snið, misjafnlega rúnnuð snið eða snið sem eru sambland af þessu.

Til að hringurinn verði þægilegur er mikilvægt að innra byrði hans, hliðar og ytra byrði renni fullkomlega saman.

Hönnuðir okkar fást vð þetta flókna stærðfræðilega verkefni. Markmið okkar er að þróa algerlega samræmd og stundum óvenjuleg form sem einfaldlega veita vellíðan þegar þau eru borin dags daglega.

Best er að þið finnið réttu sniðin fyrir ykkur með því að handleika formin í mismunandi stærðum og víddum hjá næstu acredo verslun.

Málmböndurnar

Í acredo framleiðslunni er gengið út frá því að bjóða aðeins það besta fánlega. Til að ná þessu markmiði blöndum við og bræðum saman yfir 30 eðalmálmum sjálf.

Steypan er mikilvægur þáttur í ferlinu þar sem einstakir málmar eru blandaðir saman við háan hita. Starfsmenn okkar framkvæma þetta verk af ástríðu og innsæi.

Það er blandað úr gulli, palladíum og platínu. Það nýjasta er hið verðmæta platínugull.

Við blöndum í gult, hvítt, grátt, rósrautt, bleikt og grænt gull. Við erum með einkaleyfi fyrir sumar af þessum blöndum.

Platínugull er mjög hvítt að lit og inniheldur 97,3% eðalmálma. Það er því hreinna en hrein platína 950/-. Þetta útilokar nær alveg hættuna á ofnæmi.

Vickers harka

Þar sem hringar verða fyrir miklu álagi og sliti innfelur framleiðsla okkar sérstakt hersluferli.

Harka hringsins er gefin upp í Vickers (VH) kvarða samkvæmt aðferð sem þróuð var hjá Vickers Ltd 1925 fyrir flugvélaiðnaðinn. Hörkumælingin er gerð með punktálagsprófi.

Harka heillitaðra hringa er venjulega meiri en marglitra hringa. Acredo blöndur eru með hörku á milli 180 og 270 HV. Þau gildi eru yfir meðallagi.

Fyrir ykkur þýðir það að hringarnir er slitþolnari. Hinsvegar er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir merki um slit þegar álagið er mjög mikið.

Töfrar demantanna

Við elskum demanta. Þess vegna meðhöndlum við og veljum þessa konunga eðalsteinanna af mikilli kostgæfni.

Demantamarkaðurinn er alþjóðlegur. Við veljum bestu fáanlegu steinana til að setja í okkar úrval. Hver einasti steinn er skoðaður nákvæmlega við móttöku í verksmiðjunni og fer í gegnum gæðaeftirlit. Það er mikið verk þegar haft er í huga að um hundurð þúsunda demanta árlega er að ræða.

Acredo kaupir aðeins fínustu hvíta eða fína hvíta demantsliti. Við samþykkjum aðeins demanta með mjög litlum eða litlum innskotum við 10x stækkun (tærleiki). Í þessu felst að við störfum aðeins í efsta lagi demantamarkaðarins og bjóðum því afar hagstætt verð miðað við gæði.

Öllum demöntum frá 0.3 ct fylgir vottorð. Og vegna þess að vottorð eru ekki alltaf jafn góð þá tryggjum við ykkur og okkur með því að notast aðeins við sérþekkingu hinna alþjóðlegu prófunarstofnana GIA, IGI og HRD.

Til að demantur sindri og glitri þá verður slípun að vera í hæsta gæðaflokki. Hjá acredo eru allir demantar yfir 0.3 ct með Hearts & Arrows merkinguna. Aðeins 1% brillianta svara þessum kröfum, sem þýðir nánast fulkomnun.

Made in Germany

Margar hendur koma að sköpun hvers skartgrips. Sérfræðingar á hverju sviði koma að framleiðslunni. Blöndun málma, slípun, steinaísetning og frágangur eru þættir sem hver og einn krefst sérþekkingar.

Pforzheim hefur verið miðstöð skartgripa- og úraframleiðslu í Þýskalandi síðan Friedrich von Baden markgreifi stofnaði hana árið 1767. Vegna nábýlis gullsmiða og úrsmiða státar Pforzheim af hópi sérfræðinga, bæði í tækni og hönnun, sem kemur til góða í skartgripaframleiðslunni.

Við nýtum okkur til fullnustu að hafa aðgang að slíkri sérþekkingu á handverki og hátækni og það gerir okkur kleift að bjóða ykkur aðlaðandi verð.

Hjá acredo þýðir Made in Germany: Áreiðanleiki, hönnun og hágæði.

Glæsilegt og einstakt

Skartgripir eru alltaf tengdir ógleymanlegum augnablikum. Ímyndið ykkur þegar askjan opnast og þið berjið giftingarhringana ykkar augum í fyrsta skipti. Trúlofunarhringurinn er fallegur en hann tengist einnig órjúfanlega bónorðinu sjálfu.

Hver einasti acredo munur kemur í fallegri öskju sem hæfir augnablikinu og gerir það einstakt og fágað.

Gylltir og beige tónar umlykja skartgripinn og setja hann í öndvegi.

Hverjum giftingarhring fylgir geymslupoki og á vottorðinu sem fylgir með eru einnig góð ráð um meðhöndlun skartgripa.

Committed to Sustainability

Learn more

egf Manufaktur and thus acredo places emphasis on uncompromising quality and is committed to sustainability. egf Manufaktur has been a member of RJC since 2017. Furthermore, it fulfills the RJC Chain of Custody standard - a non-mandatory standard for members.

Ensure your prosperous future together begins with a good feeling.

RJC Zertifikat

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.