Switch to your country?

Hefðbundin framleiðsla

Sköpun skartgripanna

Hannað af ástríðu

það byrjar allt með eldinum

Framleiðsla á skartgripnum byrjar á steypu málmblöndunnar, alveg eins og við giftingarhringana.

Fyrst eru hreinu eðalmálmarnir teknir til. Sérstaka blöndunarhlutfallið er fundið og brætt við háan hita.

Þetta ferli krefst mikillar hæfni og næmi til að ná fyrsta flokks árangri.

Við sérhæfum okkur í að búa til okkar eigin málmblöndur í verksmiðju okkar í Pforzheim, Þýskalandi. Það veitir okkur sértöðu gagnvart flestum öðrum framleiðendum.

Okkar eigin steypun er einn af lykilþáttum árangurs í 80 ára sögu fyrirtækisins, sem einn af alþjóðlega leiðandi sérframleiðendum á giftingarhringum og skartgripum.

Frá frumgerð til eftirlætishlutarins

Steinafesting

Steinaísetningin er talin vera eitt vandasamasta verkið í skartgripasmíði.

Gullsmiðurinn setur hina einstöku demanta af mikilli einbeitingu á valda staði með styrkri hendi. Notuð er smásjá til að tryggja mestu nákvæmni við staðsetningu og festingu steinanna.

Klassísk festing er 4ra eða 6 klóa festing. Hringfesting sem umlykur steininn hæfir tærleika hans vel. Steinninn virðist stærri þegar hann er settur í hvítan eðalmálm.

Hjá acredo er ekki aðeins að finna hringlaga klóafestingar. Cordial línan okkar er með hjartalaga klær fyrir þá rómantísku.

Og ef þið veljið solitaire hring með aukafestingu, þá gerum við steinasætið jafn hart og hringinn sjálfan. Einnig er hægt að velja 8 klóa festingu.

Gullsmiðir okkar njóta þess sérstaklega að að setja á stóra steina, oft í samhengi við smærri steina. Hringurinn lifnar við um leið og hringsætið og steinninn koma saman.

Töfrar demanta

Persónuleg áletrun

Hjá acredo bjóðum við úrval 10 mismunandi beinna og hallandi stafagerða.

Þið leggið til textann, dagsetninguna eða teikningu. Við gröfum þetta á hringana með háþróaðri leysitækni. Hringurinn er settur í þar til gerða festingu. Textinn er færður inn og yfirfærður á hringinn með leysi.

Það eru engin takmörk fyrir áletrunum nema plássið. Dagurinn þegar þið kynntust eða trúlofuðust og nafn makans, gælunafn eða setning eru hugmyndir fyrir trúlofunarhring.

Klassískar setningar eru: "Ég elska þig", "I love you", "Je t’aime", "Sönn ást", "Eilíf ást", "Ástarkveðja" and "Að eilífu\

Vinnsla yfirborðsins

Gæðaeftirlit

Á sama hátt og hver steinn er skoðaður nákvæmlega af sérfræðingum okkar þá er lokafrágangi í framleiðslu fylgt eftir með ströngu gæðaeftirliti með fullunnum skartgripunum.

Hvert smátriði er gaumgæft undir smásjánni: Hæð, breidd, sneiðing, prófíll, yfirborð, steinsfesting og áletrun.

Skartgripurinn þinn hefur farið í gegnum margar færar hendur á leiðinni í gegnum framleiðsluna. Hann er skapaður af mikilli ástríðu og kunnáttu á verkstæðinu í Pforzheim, Þýskalandi.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.