Switch to your country?

"hönnun acredo er nútímaleg, öflug og túlkandi, ásamt glæsileika og ákveðnu látleysisyfirbragði.
Katharina Heubach, hönnuður

Hönnunarstefna okkar

"hönnun acredo er nútímaleg, öflug og túlkandi, ásamt glæsileika og ákveðnu látleysisyfirbragði.
Katharina Heubach, hönnuður

Allar tegundir acredo hér á þessum síðum og hjá samstarfsaðilum okkar munu verða ykkur innblástur til að útfæra ykkar eigin hönnun.

Við setjum ykkar hugmyndir í öndvegi. Þið viljið fá fegurstu hringa sem völ er á og við látum það verða að veruleika - hvaða stíl sem ykkur hugnast: Rómantískir, glæsilegir, látlausir, svalir...

Þessu markmiði náum við aðeins með helgun og ástríðu hönnuða okkar, sem eru stöðugt á vaktinni að fylgjast með nýjum straumum. En þeir hanna skartgripi sem standast tímans tönn án þess að falla úr tísku

Klassísk teikning og nútímalegt CAD

Þegar hugmynd að hönnun hefur verið þróuð eru fyrstu skissur af mögulegum gerðum handteiknaðar. Blýanturinn er ómissandi í þennan verkþátt. Þessu er svo fylgt eftir með fullþróaðri teikningu.

Notast er við bæði hjartans list og stærðfræðilega kunnáttu við þróunina.

Þegar valdar hafa verið vænlegar gerðir eru öll smáatriði yfirfærð af teikniborðinu inn í CAD þar sem verkið er fullkomnað.

Val á efnum

Acredo hönnunarforritið leyfir allar línur í öllum litum en við höfum ákvarðað efni og litasamsetningar fyrir línurnar okkar fyrirfram.

Óskir viðskiptavina okkar eru að breytast. Það þarf að hafa í huga við hönnunina. Klassískur giftingarhringur hefur t.d. verið gulur í langan tíma. En nú til dags eru hvítir mámar ríkjandi. Samspil af hvítu og bleiku er einstaklega glæsilegt.

Tískan í átt að trúlofunarhringum hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Þar sem trúlofunarhringar og giftingarhringar eru oft bornir sem sett á sama fingri þá eru giftingarhringar að verð mjórri. Okkar svar við þessari tísku er Chorus línan með hringasettum.

Hönnuðir okkar eru líka mjög meðvitaðir um val á steinum. Tærir, hvítir og litríkir demantar opna fyrir endalausa möguleika. Við veljum úr aðeins það besta fyrir okkar skartgripi.

Hugmyndin verður að veruleika

Í módelsmíðinni verður hugmyndin að veruleika. Gullsmiðir og hönnuðir vinna hlið við hlið að því að skapa fullkominn skartgrip.

Nýjungagjarn andi leiðir til þess að módelsmíðin verður metnaðarfull og fer út fyrir hefðbundinn ramma inn á nýjar brautir. Ákafinn dregur okkur áfram þar til lausn er fundin.

Önnur áskorun er samhæfing hönnunar og tæknilegrar samstillingar, sem krefst kerfisbundinnar nákvæmni

Hönnunarleiðsögn

  • Snið er mjög mikilvægur hönnunarþáttur og ræður einnig miklu um hve þægilegur hringurinn er.

  • Yfirborðið breytir útliti hringsins. Margir möguleikar eru í boði allt frá klassískri slípun yfir í hamraða fleti.

  • Yfirborðið breytir útliti hringsins. Margir möguleikar eru í boði allt frá klassískri slípun yfir í hamraða fleti.

  • Acredo býður nær endalaust úrval samsetninga og ísetninga.

Táknrænar vörur

Það gleður okkur alltaf afar mikið þegar nýtt acredo módel verður til. Þegar hugmyndum hefur verið safnað saman, tækniteikningar unnar og öll smátriði skilgreind í módelsmíðinni verður hver hlutur að standast prófið fyrir gagnrýnum augum sérfræðinga okkar.

Fyrst þá verður það tekið inn í hönnunarlínur og stillt fram á vef okkar og hjá samstarfsaðilunum.

Að öllu töldu tekur hönnunarferlið nokkra mánuði eða allt að hálfu ári.

Starfi listamannsins er fagnað með lófataki. Fyrir hönnuði okkar felst hvatningin og umbunin fyrir unnið verk í þeirri staðreynd að þið munuð bera skartgripina okkar alla ævi og láta þá minna ykkur á fegurstu augnablik lífsins

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.