Switch to your country?

Hugmyndafræði

Nánar um acredo

Ást er miðpunktur alls sem við gerum hjá acredo - ást tveggja einstaklinga sem og ást okkar á því sem við sköpum.

Hver einstaklingur og hvert mannlegt samband er einstakt. Við sameinum persónulegan stíl og framúrskarandi gæði.

Hefðbundin smíði

Sköpun skartgripanna ykkar

Hver einast skartgripur fer um margar hendur áður sköpunarsögu hans lýkur. Steypan, smíðin, ísetningin og slípunin eru verk sem hvert um sig eru unnin af sérhæfðum starfsmönnum sem gæta að hverju smáatriði.

Hannað af ást

Nánar

Frábær gæði

Hér er fróðleikspunktur

Einstakir skartmunir búa yfir sérstökum táknrænum krafti. Þeim fylgir stundum saga margra kynslóða. Þess vegna leggjum við alla áherslu á framúrskarandi gæði smíðisgripa okkar.

Allt verður að passa fullkomlega

Fáið góð ráð um hringastærð

Það finnast hringar sem hæfa smágerðum höndum sem og þeim sem stærri eru. Hin fullkomna hringastærð er einnig háð lögun sniðsins. Sérfræðingar okkar munu leiðbeina ykkur um þessi atriði með ánægju.

Persónulegar áletranir

Fáið innblástur hjá okkur

Hvort sem það er hið klassíska val að setja brúðkaupsdaginn og nafn makans innan á hringinn eða eitthvað frumlegt eins og eigin teikning, jafnvel utan á hringinn - þá býður acredo óendanlega möguleika.

acredo býður gæði "made in Germany"

Hefðbundið handverk og háþróuð tækni

acredo sameinar hefðina og nútímann - ekki aðeins í hönnun hringanna heldur einnig í framleiðslunni. Framleiðsla okkar fer alfarið fram í Þýskalandi - í upprunalegri miðstöð úra- og skartgripaiðnaðarins í borginni Pforzheim. Samstarfsaðilil okkar til langs tíma í trúlofunar-, giftingar- og memoirehringum, egf Manufaktur, er með afar langa reynslu og var fyrsti framleiðandi giftingarhringa til að fá gæðaviðurkenningu Schmucktechnologisches Institut Pforzheim (Skartgripatæknistofnunin í Pforzheim). Ykkar einstöku giftingarhringar, made in Germany, eru framleiddir með sameinaðri nýjustu tækni og list gullsmiðsins. Frábær smíði og bestu fáanlegu efni eru ómissandi hjá acredo til að skapa hringa sem eiga að endast eilífðina.

Nákvæmni, tíðarandinn og tilfinningarnar ráða för í framleiðslunni

Ekki er öll framleiðsla eins. Skartgripaframleiðsla hjá egf Manufaktur sameinar ekki aðeins hágæða verkferla og nákvæmt handverk, heldur umfram allt tengir hún sterkt tilfinningalegt gildi við skartgripina sem búnir eru til.

Skartgripir eru tákn um ást, hin nánu tengsl á milli tveggja einstaklinga, hollustu og hamingju þeirra. Það er einmitt þetta táknmál sem einnig veitir starfsfólki okkar innblástur við sín störf. Við sköpum hágæða skartgripi í samræmi við núverandi strauma í tísku, arkitektúr og listum - stílhreina gripi hlaðna tilfinningu - skartgripi sem eru tákn um eilífa ást ykkar.

Hringar frá acredo: fyrsta flokks gæði

Í hringum frá acredu fáið þið allt frá einum og sama stað í Þýskalandi vegna þess að við fylgjum skartgripum okkar eftir frá upphafi til enda. Það er málmsteypan, meðferð stanganna, ákvarðanir gullsmiðanna um lit og lögun þegar þeir snúa, sindra og lóða, ísetning steinanna, áletranirnar og frágangur með slípun og möttun - öll eru þessi skref framkvæmd af starfsmönnum egf Manufaktur í Þýskalandi. Jafnframt bjóðum við sérstök snið sem hæfa hverri hendi og tryggja að þægilegt er að bera hringana auk þess sem hersla yfirborðs tryggir endingu. Með hönnunarforritinu getið þið valið eðalsteina og ísetningu þeirra eftir ykkar sérstöku óskum. Hringarnir ykkar verða jafn einstakir og sérstakir eins og ástin ykkar.

Committed to Sustainability

Learn more

egf Manufaktur and thus acredo places emphasis on uncompromising quality and is committed to sustainability. egf Manufaktur has been a member of RJC since 2017. Furthermore, it fulfills the RJC Chain of Custody standard - a non-mandatory standard for members.

Ensure your prosperous future together begins with a good feeling.

RJC Zertifikat

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.