Switch to your country?

Hrein sérsmíði

Innblásin hönnun, einstök fagsmíði og algerir séreiginleikar eru aðalsmerki acredo skartgripa.

Auk einstaklingshönnuðum giftingar- og trúlofunarhringum, bjóðum við einnig sérhönnuð hálsmen, eyrnalokka, demantshringa og sérstaklega memoire hringa.

Veldu einfaldlega módelið sem þér líkar best og umbreyttu því í eftirlætið þitt í aðeins fáeinum einföldum skrefum

Liturinn

Hvaða litur fer þinni manngerð best? Á skartgripurinn að fara vel við aðra skartgripi sem þú átt fyrir? Á steinasetningin að undirstrika ljóma demantanna? Svaraðu þessum spurningum áður en litur er valinn.

Acredo hönnunarforritið sýnir þér eftirlætin þín í mörgum litum til að gefa þér betri hugmynd. Veldu eftirlætislitinn með einum smelli

Hreinleikinn

Þegar liturinn hefur verið valinn spyr hönnuðurinn um hvaða málmblöndu er óskað.

Hreinleikinn segir til um hlutfall verðmætasta eðalmálmsins í skartgripnum. Hann er gefinn upp í hlutum af þúsundi. Í tilviki gulls, til dæmis, þýðir 750 /- eða 18kt að 750 af 1000 hlutum eru gull.

Verðið reiknast samtímis, sem gefur alltaf yfirsýn um kostnaðinn hverju sinni.

Módel valmöguleikar

Þau sem vilja gera tilraunir eða eru óákveðin munu finna valmöguleika sem passa við það sem búið er að velja ef smellt er á "Módel"

Smáatriðin skipta oft miklu máli og ykkur líkar e.t.v. allt í einu betur við annað módel. Prófið bara.

Við bjóðum hverja tegund hálsmens með mismunandi keðjum. Þegar hálsmen er valið eru boðnar mismunandi keðjur og þegar keðja er valin eru ýmis hálsmen boðin.

Í tilviki eyrnalokka er breytt um ísetningu og um módel ef memoire hring er að ræða

Steinarnir

Stærð steinanna segir fyrst og fremst til um stærð skartgripanna.

Í tilviki memoire hringanna bjóðum við upp á sérstaka möguleika. Ekki er einungis hægt velja að stærð steinanna heldur einnig fjölda þeirra. Auk hálf- eða heildarfyllingar er hægt að velja 1, 3, 5 eða 7 steina. Demantar fyrir dýrmætar minningar og sérstöku augnablikin í lífi ykkar.

Við bjóðum eingöngu demanta af hæsta gæðaflokki hjá acredo. Steinum yfir 0.3ct fylgir staðfest vottun gefin út af viðurkenndum alþjóðlegum prófunarstofnunum. Við leggjum sérstaka áherslu á skurðinn sem sést í Hearts & Arrows línunni.

Við elskum demanta

Hjá acredo bjóðum við undantekningalaust eingöngu demanta af mestu gæðum. Frá 0,3ct steinastærð fylgir hverjum demanti vottorð frá alþjóðlegri prófunarstofnun. Skurðurinn er ávallt framúrskarandi og ber Hearts & Arrows merkinguna.

Á þessum sérstaka brilliantskurði, sem þekkist á því að hann ljómar meira en almennt gerist, er hægt með sérstöku sjóngleri að sjá átta örvar á efra borði steinsins og átta hjörtu á neðra borði hans. Aðeins 1% demanta nær þessari fullkomnun.

Áletrun og hringastærð

Hjá acredo erum við mjög sveigjanleg þegar kemur að áletrunum.

Ef þið viljið ákvarða hringastærðina sjálf þá eru margir möguleikar í boði: Takið annað hvort reglustiku til að mæla innanmál hrings sem passar eða notið þráð til að mæla ummál fingurs sem hringurinn er ætlaður á. Þessar mæliaðferðir eru hinsvegar ekki sérlega nákvæmar.

Sérfræðingar í verslunum okkar munu aðstoða við þessar mælingar með ánægju og ákvarða bestu stærðirnar með ykkur.

Óskalistinn

Þegar þið hafið lokið hönnuninni getið þið annað hvort prentað út árangurinn eða vistað í óskalista. Þangað er svo alltaf hægt að fara aftur og virða fyrir sér eigin óskahönnun.

Ef þið viljið deila hönnuninni með öðrum eða senda hana með tölvupósti þá er það líka einfalt ef óskalistinn er notaður.

Eða þá þið bókið viðtal hjá acredo samstarfsaðilanum í nágrenninu þegar í stað til að skoða og handleika gripina.

Finnið verslun


Acredo skartgripahönnuðurinn

Hvort sem það eru trúlofunarhringar eða giftingarhringar þá er fyrir öllu að vera með skartgripi sem fara vel við. Með acredo hönnuðinum getir þið gert skartgripina persónulega. Demantsskartgripirnir munu þá passa fullkomlega. Hannið ykkar eigin einstaka skartgripi - eyrnalokka, hálsfesti. memoire hring eða solitaire hring - með acredo skartgripahönnuðinum. Setjið saman að vild eftir eigin hugmyndum og óskum. Afraksturinn mun gleðja ykkur um ókomin ár!

Sérsníðið skartgripi: Hvernig skal hanna eigin eyrnalokka og aðra fylgihluti.

Ef þið hafið þegar hannað trúlofunar- eða giftingarhringinn, þá getið þið valið um hönnun á tilheyrandi fylgihlutum. Acredo, sérfræðingur ykkar í demantsskartgripum, býður úrval hönnunarkosta á einstökum skartgripum. Ef þið t.d. takið ákvörðum um hálsfesti, þá má velja lit og stíl keðjunnar og einnig festingu, tærleika og stærð glitrandi steinsins í hálsmeninu. Njótið þess að setja saman og sjá árangurinn um leið á skjánum.

Þegar eyrnalokkarnir eru hannaðir getið þið ákveðið litinn, festinguna og gæði steinsins. Þannig má samhæfa hálsmen og eyrnalokka eða þá að fara einhverja allt aðra leið.

Hönnun skartgripa: Ekkert vandamál með memoire og solitaire hringa

Acredo hönnuðurinn kemur sérlega sterkur inn þegar sameina á persónulegar minningar og eigin stíl í memoire hringnum. Hægt er að færa til á hverju módeli til að leika sér með stærðir og fjölda steina. Ennfremur eru margir möguleikar í áletrunum, málmgæðum, steinum og mörgu öðru til að fá fram einstaklingsbundna hönnun á solitaire og memoire hringum. Ráðgjafar okkar aðstoða ykkur með ánægju við að fullkmna hugmyndir ykkar. Þið munuð fljótlega geta notið þess að bera ykkar persónulegu skartgripi í eyrum, á fingrum og um hálsinn!

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.