Switch to your country?

Allir eternity hirngir

acredo memoire hringar

Memoire hringur, minningahringur, demantaband eða bandalagshringur. Hvað sem þið viljið kalla hann þá er eitt víst: Með memoire hring frá acredo munu minningar ykkar um fegurstu stundir lífs ykkar saman geymast í hjörtum ykkar. Memoire hringurinn er áreiðanlega tilfinningatengdasti skartgripur sem kona getur borið. Með innlögðum smáum glitrandi demöntum minnir hringurinn okkur á lífið með okkar einstaka félaga. Hver einasti eðalsteinn er tákn fyrir ógleymanlegan atburð, brúðkaupið, nýja heimilið, fæðingu barna okkar og marga fleiri. Ákveðið sjálf hvers þið viljið minnast með memoire hringnum og hvernig þið viljið nota hann, sem aukahring, trúlofunarhring eða einfaldlega sem giftingarhring.

Memoire hringurinn. Felur í sér margar minningar.

Hjónaband ykkar mun bjóða upp á mörg hamingjurík augnablik. Börn, draumafrí eða yndisleg brúðkaupsafmæli. Það er pláss fyrir allt þetta og meira til á memoire hringnum. Til að byrja með er hringurinn með aðeins 2-3 demanta. Síðan er hægt að bæta við hann stórum og smáum minningum það sem eftir er ævinnar.

Eðalsteinarnir eru settir á beinan hringprófíl og hægt er að setja hluta úr eðalmálmi á milli demantanna sé þess óskað. Skurðstíll allra demantanna er hafður sá sami til að halda samfelldu og heildstæðu útliti memoire hringsins. Brilliant skurður er klassískur en princess skurður og smaragðaskurður eru einnig mjög vinsælir.

Hannið memoire hringinn, ekki aðeins táknrænt

Þið upplifið ógleymanleg augnablik og þið ákveðið hver þeirra skuli fylgja ykkur um aldur og ævi á táknrænan hátt í memoire hringnum. Með acredo hönnunarforritinu er einnig hægt að hanna útlit memoire hringsins. 4ra klóa festing, einfaldur eða tvöfaldur hringprófíll og margt fleira. Ennfremur getið þið valið efnið og málminn sem passar við giftingarhringinn og valið viðeigandi steina. Ráðgjafar í verslunum okkar munu með ánægju aðstoða ykkur við að ljúka síðustu skrefunum. Þannig mun memoire eða aukahringurinn verða vitnisburður um hjónabandið ykkar, táknrænt og sjónrænt.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.