Switch to your country?

Áletrunin

Okkar ábendingar um ástarorðin

Fullkomlega einstakt

Hver einasti skartgripur verður alveg einstakur með áletrun. Með nútíma leysitækni getur acredo boðið hverskonar merkingu frá hinu klassíska nafni og dagsetningu til fríhendis teikninga.

Við bjóðum ykkur að nota sköpunargáfuna og tjá ást ykkar.

Hugmyndaauður viðskiptavina okkar kemur okkur stöðugt á óvart. Það er okkur ánægja að deila með ykkur bestu ábendingum okkar

Klassísk áletrun giftingarhringa

Klassísk áletrun giftingarhringa eru skírnarnöfn og dagsetning, falin í innanverðum hringnum.

Samsetning skírnarnafna brúðhjónanna og brúðkaupsdagsetningin er vinsæll kostur. Snúa má röðun nafnanna við á hinum hringnum. Nafn brúðgumans er á undan á hring brúðarinnar en nafnið hennar á undan á hringnum hans.

Samsetning skírnarnafns makans og brúðkaupsdagsetningin, þ.e. nafn brúðguma á hring brúðarinnar og nafn hennar á hringnum hans er einnig vinsæl

Stafagerðir til áletrunar

Hjá acredo bjóðum við val um 10 mismunandi beinar og bogadregnar stafagerðir til áletrunar.

Sláið einfaldlega inn óskaðan texta til áletrunar í "persónulegar uppl." svæðið í forritinu. Textinn birtist þá um leið og stafagerðin hefur verið valin.

Ef óskað er eftir enn persónulegri útfærslu þá bjóðum við einnig með ánægju áletranir eftir ykkar eigin rithönd

Áletrun á hlið hringsins

Hliðar hringsins eru einnig áhugaverður staður fyrir áletrun.

Þar setjum við oftast nöfnin og dagsetninguna. Vinsælt er að láta litla steina eða hjörtu fylgja með.

En þetta er einnig góður staður til að segja "ég elska þig" þar sem sá eða sú sem ber hringinn getur alltaf lesið það

Áletrun að utanverðu er mjög sýnileg

Er ykkur þannig innanbrjósts að þið gætuð faðmað allan heiminn að ykkur og boðið honum að taka þátt í hamingju ykkar? Skoðið þá áletrun á hringana utanverða.

Þar gætu nöfn ykkar staðið með stórum stöfum í hefðbundinni eða skáletraðri skrift. Annar möguleiki er brúðkaupsheit, ástarsaga eða ljóð.

Litlir demantar á milli orðanna breyta hringunum í einstök meistaraverk

Áletrun tákna

Er klassísk áletrun með skírnarnöfnum og dagsetningu brúðkaups, trúlofunar eða fyrsta fundi ekki fullnægjandi?

Þá getið þið valið úr fjölmörgum táknum til áletrunar:

Hjarta, tvöfalt hjarta, hjarta og ör, tvöfalt hjarta og ör, eilífðartákn, samtvinnaðir hringar og dúfa, friðartákn og samstöðutákn eru í staðalúrvali okkar

Fingraförin

Áletrun með fingraförum krefst mestu færni í list leturgrafarans en á sér jafnframt engan líka.

Fingrafarið tjáir án margra orða að þú munir alltaf standa við hlið maka þíns.

Hvert smátriði fingrafarsins er myndað með hjálp leysitækni okkar - til að varðveitast um eilífð. Hver einasta lína er minning um stóru ástina

Segið sögu ykkar

Staðurinn sem þið hittust fyrst á er ógleymanlegur. Hvar kysstust þið í fyrsta sinn? Hún er af ströndinni en hann ofan úr sveit. Nú hafa þau fundið nýtt heimili saman.

Þessu má öllu ná í teikningu sem við greypum í hringana ykkar.

Eruð þið ekki góð að teikna? Verið hugrökk. Sláið til. Það mun örugglega takast. Gætið þess aðeins að teikna með svörtu bleki á sniðmátið ykkar, svo við getum yfirfært það þannig að vel fari

Áletranir í tilefni barnsfæðingar

Barnsfæðingin snerti innsta sálarkjarna ykkar. Það var augnablik sem þið viljið örugglega geyma.

Það er sérlega fallegt þegar áletrunin er skreytt með steinum sem tákna kyn barnsins. Blátt fyrir son, bleikt fyrir dóttur.

Bætið tákni við nafnið og dagsetninguna: Hjarta, blómi, dúfu, engli eða stjörnu.

Það eru aðeins tvær varanlegar arfleifðir sem við getum vonast til að veita börnum okkar. Annað eru rætur en hitt vængir. Hvað um tré eða vængi sem tákn?

Áprentað fótspor barns í myndaramma prýðir gjarnan barnaherbergi. Hefur ykkur dottið í hug að setja það á hring? Eða gera fallega barnteikningu eilífa með því að setja hana á hring. Það eru eingin takmörk fyrir hugmyndafluginu

Borg ástarinnar

Skilaboð ástarinnar með nýstárlegri tækni

Við erum með sérfræðinga sem framkvæma áletrunarhugmyndir ykkar. Um leið og hringarnir hafa verið framleiddir, gerum við sniðmátið ykkar að veruleika.

Hver áletrun er nákvæmnisvinna. Hringinn þarf að skorða nákvæmlega áður en hafist er handa með leysinum. Einbeiting og færni er ómissandi við þetta. Teiknaða sniðmátið ykkar er yfirfært skref fyrir skref og verkið skoðað að lokum með gagnrýnu auga

Áletranir fyrir hringa & co.

Lýsið yfir ykkar einstöku ást - með persónulegri áletrun á giftingarhringana eða aðra skartgripi eins og trúlofunarhringa eða memoire hringa. Auk mikils úrvals stafagerða og áletrunarhugmynda býður acredo upp á áletranir með leysitækni sem munu endast að eilífu. Setjið brúðkaupsdagsetninguna og nafn makans, ljóð eða línur "lagsins ykkar", myndir eða fingraför - gefið óskunum lausan tauminn þegar þið veljið áletranir á acredo skartið.

Hefðbundið eða nýtískulegt: Dæmi um áletranir fyrir skartgripina ykkar

Mörgum pörum reynist erfitt að koma orðum að ástinni. Dæmi um áletranir frá acredo munu hjálpa ykkur að finna réttu orðin til að tjá ástina ykkar. Ef ykkur líkar hefðbundinn stíll, þá er gjarnan brúðkaupsdagurinn og nafn makans letrað á hringinn. Áletrun með tengiskrift á hringinn innanverðan nýtur mestra vinsælda.

Áletrunin er rómantísk og aðeins ætluð parinu sjálfu. En mörg pör kjósa óvenjulegri nálgun til að gera hringana einstaka með áletruninni. Nútíma tækni gerir þetta mögulegt. Með hjálp háþróuðustu aðferða og leysitækni getur acredo yfirfært ykkar eigin rithönd innan á eða utan á hringinn.

Stafagerðir til áletrunar eru nú persónulegri

Auk eigin rithandar eru margir aðrir möguleikar á einstaklingsbundnum áletrunum hjá acredo. Það þurfa heldur ekki endilega að vera orð. Fingrafar, eigin teikning eða tákn getur gert skartgripinn 100% einstakan. Áletrun hönnuð af ykkur sjálfum, eigið ljóð eða minning um ykkar fyrsta fund eru á meðal margra möguleika til að gera skartgripinn einstakan í sinni röð. Áletranir hjá acredo eru persónulegar ástarjátningar - hvort sem þær eru i orðum, myndum, utan á eða innan í hringnum, klassískar eða nútímalegar!

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.