Áletrunin

Okkar ábendingar um ástarorðin

Fullkomlega einstakt

Klassísk áletrun giftingarhringa

Stafagerðir til áletrunar

Áletrun á hlið hringsins

Áletrun að utanverðu er mjög sýnileg

Áletrun tákna

Fingraförin

Segið sögu ykkar

Áletranir í tilefni barnsfæðingar

Borg ástarinnar

Skilaboð ástarinnar með nýstárlegri tækni

Áletranir fyrir hringa & co.

Lýsið yfir ykkar einstöku ást - með persónulegri áletrun á giftingarhringana eða aðra skartgripi eins og trúlofunarhringa eða memoire hringa. Auk mikils úrvals stafagerða og áletrunarhugmynda býður acredo upp á áletranir með leysitækni sem munu endast að eilífu. Setjið brúðkaupsdagsetninguna og nafn makans, ljóð eða línur "lagsins ykkar", myndir eða fingraför - gefið óskunum lausan tauminn þegar þið veljið áletranir á acredo skartið.

Hefðbundið eða nýtískulegt: Dæmi um áletranir fyrir skartgripina ykkar

Mörgum pörum reynist erfitt að koma orðum að ástinni. Dæmi um áletranir frá acredo munu hjálpa ykkur að finna réttu orðin til að tjá ástina ykkar. Ef ykkur líkar hefðbundinn stíll, þá er gjarnan brúðkaupsdagurinn og nafn makans letrað á hringinn. Áletrun með tengiskrift á hringinn innanverðan nýtur mestra vinsælda.

Áletrunin er rómantísk og aðeins ætluð parinu sjálfu. En mörg pör kjósa óvenjulegri nálgun til að gera hringana einstaka með áletruninni. Nútíma tækni gerir þetta mögulegt. Með hjálp háþróuðustu aðferða og leysitækni getur acredo yfirfært ykkar eigin rithönd innan á eða utan á hringinn.

Stafagerðir til áletrunar eru nú persónulegri

Auk eigin rithandar eru margir aðrir möguleikar á einstaklingsbundnum áletrunum hjá acredo. Það þurfa heldur ekki endilega að vera orð. Fingrafar, eigin teikning eða tákn getur gert skartgripinn 100% einstakan. Áletrun hönnuð af ykkur sjálfum, eigið ljóð eða minning um ykkar fyrsta fund eru á meðal margra möguleika til að gera skartgripinn einstakan í sinni röð. Áletranir hjá acredo eru persónulegar ástarjátningar - hvort sem þær eru i orðum, myndum, utan á eða innan í hringnum, klassískar eða nútímalegar!

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.