Switch to your country?

Solitaires

Soitaire hringar

Upprunaleg merking orðsins solitaire sem einhleyp manneskja með hliðsjón af sérstöku ástinni þinni er vísvitandi óljós. Því með því að færa maka þínum solitaire að gjöf viltu leggja áherslu á væntumþykju þína. Í framtíðinni mun maki þinn ekki lengur vera einn. Í þess stað munuð þið leggja upp í sameiginlega för, full trúnaðartrausts. Demanturinn í solitaire hringnum er hinn geislandi fókuspunktur. Settur í miðju á fjögurra eða sex arma festingu fær hann ekki aðeins ástina þína til að ljóma heldur allan heiminn með.

Solitaire trúlofunarhringurinn

Jafnvel þótt Vilhjálmur prins og Katrín greifaynja hafi tilkynnt trúlofun sína almenningi með bláum safírhring Lafði Díönu, þá er fyrir löngu búið að skipta honum út fyrir solitaire hring sem trúlofunarhring. Því enginn stenst útgeislun hans. Glitrandi demanturinn er ekki falinn í armafestingunni og tekur því til sín ljós úr öllum áttum. Hvít hringfesting virðist stækka demantinn sjónrænt því mannlegt auga nemur ekki skilin á milli festingar og steins, sem virðast renna saman í eitt. Eins og ástin í hjörtum ykkar.

Að sjálfsögðu er hægt að njóta glitrandi solitaire hringsins eftir brúðkaupið. Berið hann sem aukahring eða á öðrum fingri. Solitaire hringurinn er alltof fallegur til að láta hann fara eftir brúðkaupið!

Hannaðu sjálfur útlitið á solitaire hringnum

Með acredo giftingarhringahönnuðinum getur þú hannað solitaire hringinn sjálfur og tjáð þannig hug þinn til trúlofunarinnar. Margir nýtískulegir kostir bjóðast sérstaklega fyrir solitaire. Ef klassísk lögun demantanna er ekki nógu spennandi, skoðaðu þá annarskonar hringprófíla eins og “Cordial” línuna, sem fellur við hjartaþemað, annað hvort lítið áberandi eða sláandi opið. Það þarf heldur ekki að velja hefðbundinn brilliant skurð, einnig er hægt að velja princess eða baguette skurð. Með acredo hönnuðinum getur þú sérsniðið solitaire hringinn skref fyrir skref. Veldu uppáhaldshönnunina og ákveddu síðan litinn, málmblönduna og gæði og stærð demantanna. Ef þú lendir í vanda, munum við aðstoða með ánægju á einhverjum af sölustöðum okkar. Sigraðu hjarta draumastúlkunnar þinnar með sérhönnuðum solitaire hring frá acredo.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.