Samstillt hringaform

Klassískt gult eða nýtískulegt hvítt?

Hreinleikinn

Sæti og festing

Fíngerður eða ríkulegur

Við elskum demanta

Beint frá hjartanu

Trúlofunarhringar með steinafestingu

Draumahönnun tilbúin - hvað er þá næst?

Acredo hönnunarforrit trúlofunarhringa

"

Það er í þínum höndum. Ekki aðeins rétta augnablikið til að bera upp spurningu allra spurninga, heldur einnig til að sérsníða trúlofunarhringana. Trúlofunarhringar sem þú eða þið hafið hannað sjálf segja meira en þúsund orð og tjá ykkar sönnu ást og ykkar einstaka samband. Hvort sem það er óvænt rómantík eða niðurstaða sameiginlegra hugleiðinga, þá er hönnun trúlofunarhringanna ykkar með hönnunarforriti acredo auðvelt og skemmtilegt.

Skapið sésniðna trúlofunarhringa. Úrvalið hefur aldrei verið meira

Þökk sé hönnunarforriti acredo getið þið hannað trúlofunarhringana sjálf niður í minnstu smátriði. Acredo opnar fyrir ykkur paradís skartgripaheimsins. Veljið fyrst hringhönnun, sæti og eðalmálm. Farið svo yfir í heim steinanna, glitrandi demanta. Mismunandi stærðir, tærleikar, festingar og skurðir eru fyrirliggjandi.

Veljið eftirlætin ykkar og upplifið paradísina - að sérsníða trúlofunarhringa hefur aldrei verið auðveldara!

Útfærsla trúlofunarhringa. Látið drauminn verða að veruleika

Ef til vill sástu trúlofunarhring drauma þinna í Hollywood mynd eða þú hefur einfaldlega vitað frá barnæsku hvernig hann skuli líta út. Með acredo hönnunarforritinu getur þú útfært þínar hugmyndir. Hringana er hægt að útfæra á netinu skref fyrir skref, hvenær sem er. Ef ekki vinnst tími til að ljúka listaverkinu, þá er einfaldlega hægt að vista hönnunina á óskalistanum. Lendir þú í erfiðleikum með hönnunina eða hafir þú einhverjar spurningar um gæði og eiginleika hringanna okkar, þá eru starfsmenn í verslunum okkar ávalt reiðubúnir að hjálpa. Tillagan er í ykkar höndum og við skiljum ykkur ekki eftir ein með hringahönnunina. Þegar hringurinn hennar er tilbúinn eru aðeins fáein skref eftir til að ljúka við hringinn hans. Fáið innblástur með því að skoða nýjustu línurnar okkar.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.