Switch to your country?

Samstillt hringaform

Allir acredo hringar hafa eitt sameiginlegt. Form þeirra eru algerlega samstillt.

Þessi hringaform skipta öllu máli þegar kemur að því að bera hringana. Acredo hringur fer alltaf þægilega á fingri.

Öll okkar hönnun stenst þessa kröfu. Veljið eftirlætin ykkar

Klassískt gult eða nýtískulegt hvítt?

Við höfum alltaf verið heilluð af hlýjum glóa af gulu gulli. Þú líka? Eða viltu heldur rómantískt rósagull? Ef þinn stíll er frekar "svalur", þá er það jafnvel björt hvít platína.

Hönnunarforritið gerir þér auðveldara að finna rétta litinn sem hæfir þínum persónulega stíl. Smelltu einfaldlega á litinn, veldu hringinn og haltu áfram

Hreinleikinn

Hreinleikinn segir til um hlutfallslegt magn eðalmálmsins í skartgripnum.

Í tilviki gulls, til dæmis, 750 /- eða 18kt þýðir að 750 af 1000 hlutum eru gull.

Hönnunarforritið stingur upp á viðeigandi málmblöndum eftir því hvaða litur var valinn á hringinn. Það kemur jafnframt samtímis með verðyfirlit

Sæti og festing

Möguleikar með sæti og festingu steina eru margir og bjóða upp á mismunandi útfærslur á völdum hring.

Mismunandi tegundir eru sýndar og hægt að velja þær með einum smelli.

Takið tíma í að bera saman mismunandi kosti. Hvert er ykkar eftirlæti? Beint hringsæti eða sæti sem mjókkar uppá við. Festing með 4 eða 6 klóm eða lokuð hringfesting sem umlykur steininn

Fíngerður eða ríkulegur

Demanturinn kórónar skartgripahönnunina sem geislandi þungamiðja.

Stærð steinsins hefur afgerandi áhrif á stíl hringsins. Fíngerður með smærri steini eða ríkulegur með stórum demanti og smærri steinum til hliðanna.

Auk gæða demantsins er það stærðin sem ræður hvað mestu um verð hans. Finnið hæfilegt jafnvægi á milli steinastærðar og gæða

Við elskum demanta

Hjá acredo bjóðum við eingöngu demanta af bestu gæðum. Hver einasti steinn yfir 0,3 kt er afhentur með vottorði frá viðurkenndri alþjóðlegri prófunarstofnun. Skurðurinn er alltaf framúrskarandi og hjarta & örvamerkingin er á sínum stað.

Þetta sérstaka form demantsskurðar, sem ber af vegna hins einstaka ljóma, er með átta örvum ofan á demantinum og átta hjörtum neðan á honum en það er aðeins greinanlegt í demantasjá sérfræðingssins. Aðeins um 1% demanta ná þessari fullkomnun

Beint frá hjartanu

Ógleymanleg augnablik þarf að varðveita. Bætið við áletrun dagsetningar, nafns eða stuttum ástarorðum á trúlofunarhringinn.

Acredo samstarfaðilar okkar munu með ánægju aðstoða við að finna réttu hringastærðirnar. Venjulega er ummál fingursins mælt. En einnig er hægt að mæla innra þvermál annars hrings sem passar mjög vel

Trúlofunarhringar með steinafestingu

Auk hönnunar á solitaire hring gerir hönnunarforrit okkar einnig ráð fyrir hönnun trúlofunarhringa sem eiga að falla rétt að giftingarhringunum sem á eftir koma. Í þessu skyni eru samhæfð acredo hringasnið valin með steinafestingum.

Þegar rétta sniðið er fundið er smellt á “Breyta steinum” and “Leita í steinaúrvali”. Ákveðið hvort á að nota brilliant eða princess og veljið eina af klóa eða hringsætisfestingunum.

Útfærið gæði og stærð steins, bætið fleiri steinum við hringsætið ef vill og eyðið hring 2

Draumahönnun tilbúin - hvað er þá næst?

Þegar hönnun er lokið er hægt að prenta hana út eða að vista hana á óskalistanum. Þið getið svo komist í ykkar eigin hönnun þar hvenær sem er.

Langar ykkur að deila útkomunni með öðrum eða senda hana í tölvupósti? Það er auðvelt að stýra því úr óskalistanum.

Eða bókið tíma hér og nú hjá acredo samstarfsaðila á ykkar svæði til að komast í áþreifanlega snertingu við öll formin og gerðirnar

Acredo hönnunarforrit trúlofunarhringa

"

Það er í þínum höndum. Ekki aðeins rétta augnablikið til að bera upp spurningu allra spurninga, heldur einnig til að sérsníða trúlofunarhringana. Trúlofunarhringar sem þú eða þið hafið hannað sjálf segja meira en þúsund orð og tjá ykkar sönnu ást og ykkar einstaka samband. Hvort sem það er óvænt rómantík eða niðurstaða sameiginlegra hugleiðinga, þá er hönnun trúlofunarhringanna ykkar með hönnunarforriti acredo auðvelt og skemmtilegt.

Skapið sésniðna trúlofunarhringa. Úrvalið hefur aldrei verið meira

Þökk sé hönnunarforriti acredo getið þið hannað trúlofunarhringana sjálf niður í minnstu smátriði. Acredo opnar fyrir ykkur paradís skartgripaheimsins. Veljið fyrst hringhönnun, sæti og eðalmálm. Farið svo yfir í heim steinanna, glitrandi demanta. Mismunandi stærðir, tærleikar, festingar og skurðir eru fyrirliggjandi.

Veljið eftirlætin ykkar og upplifið paradísina - að sérsníða trúlofunarhringa hefur aldrei verið auðveldara!

Útfærsla trúlofunarhringa. Látið drauminn verða að veruleika

Ef til vill sástu trúlofunarhring drauma þinna í Hollywood mynd eða þú hefur einfaldlega vitað frá barnæsku hvernig hann skuli líta út. Með acredo hönnunarforritinu getur þú útfært þínar hugmyndir. Hringana er hægt að útfæra á netinu skref fyrir skref, hvenær sem er. Ef ekki vinnst tími til að ljúka listaverkinu, þá er einfaldlega hægt að vista hönnunina á óskalistanum. Lendir þú í erfiðleikum með hönnunina eða hafir þú einhverjar spurningar um gæði og eiginleika hringanna okkar, þá eru starfsmenn í verslunum okkar ávalt reiðubúnir að hjálpa. Tillagan er í ykkar höndum og við skiljum ykkur ekki eftir ein með hringahönnunina. Þegar hringurinn hennar er tilbúinn eru aðeins fáein skref eftir til að ljúka við hringinn hans. Fáið innblástur með því að skoða nýjustu línurnar okkar.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.