Við elskum demanta

Fræðast meira um konung allra eðalsteina

Frábær gæði

Viðurkennd alþjóðleg vottun

Vottorð eru ekki öll eins. Til að gæta fyllst öryggis notum við aðeins vottun þriggja leiðandi stofnana, GIA, IGI og HRD. Þetta eru óháðar alþjóðlegar prófunarstofnanir sem hafa frábært orðspor vegna sérlega strangra staðla sem farið er eftir.

Þegar margir sérfræðingar hafa lokið prófunum eru áreiðanleiki og upprunastaðfesting demantanna skráð á áreiðanlegan og nákvæman hátt á vottorðið. Þetta er nokkurs konar auðkennisskírteini demantsins.

Mat stofnananna fer fram samkvæmt alþjóðlega samþykktum og viðurkenndum viðmiðunum.

Merki ástarinnar: Hjarta & örvar

Karat

Tærleiki

Skurður

Val á skurði

  • Brilliant

  • Princess

  • Baguette

Litaðir demantar

Verðgildi demanta

Fjárfesting í demöntum

Demanturinn, konungur allra eðalsteina

Hann er fágætur, gerður úr þolnu efni, hann glitrar í allar áttir. Orðið demantur er dregið af gríska orðinu "adamas" (ósigrandi). Ekki kemur því á óvart að hann sé kallaður konungur eðalsteina. Og sem konungur þá hefur hann upp á enn meira að bjóða. Hann endurvarpar allt að 100% birtunnar og hefur því hæsta mögulega endurkastsvísi allra eðalsteina með gildið 2,42. Demantur er eitt harðasta efni sem finnst á jörðinni og hefur gildið 10 á Mohs kvarða um hörku steinefna. Demantar eru fágætir og mjög erfitt að ná í þá því þeir myndast við mikinn þrýsting og 1700°C stiga hita á 150-200 km dýpi. Nú á dögum er þörf á mikilli fyrirhöfn til að ná í demanta úr opnum námum, neðanjarðarnámum og námum á hafsbotni. Aðeins fjórðungur þessara náttúrufjársjóða hentar til notkunar í skartgripi. Þess vegna eru demantar verðmæt tákn ástarinnar.

Hin 4 C ákvarða gæði demantsins

"Carat, clarity, colour and cut" (karat, tærleiki, litur og skurður) eru hin svonefndu fjögur C, sem notuð eru til að ákvarða gæði demanta. Hugtakið karat er nefnt eftir fræjum karóbtrésins vegna þyngdar þeirra (200 milligrömm) og hefur verið notað til að vigta demanta um heim allan síðan 1875. Verð demants fer mikið eftir tærleika hans. Því færri sem aðskotahlutir demants eru, eins og kristallar eða önnur steinefni, þeim mun hærri flokkun fær hann og verður því verðmætari.

Ef engin aðskotaefni eru sýnileg í demanti við tífalda smásjárstækkun er demanturinn flokkaður óaðfinnanlegur og þar með sérstaklega verðmætur.

Liturinn ákvarðar einnig verð demants. Litlausir demantar eru mjög vinsælir og dýrir, sérstaklega í heimi skartgripanna. En náttúrulega litríkir demantar í rauðum, bláum og svörtum lit eru einnig mjög verðmætir vegna þess hve sjaldgæfir þeir eru.

Gagnstætt fyrstu þrem þáttunum þá er skurðurinn(slípunin) í höndum sérfræðinganna. Skurðurinn ásamt hlutföllunum ákvarða ljóma demantsins. Demantar eru skornir ávalir sem brilliant, ferhyrndir princess, rétthyrndir baguette, hjartalaga, sporöskjulaga, marquise eða perulaga.

Hæstu alþjóðlegu vottanir hjá acredo

Alþjóðleg vottunarskilríki fylgja hverjum demanti frá 0,3kt sem keyptur er hjá acredo. Til öryggis fyrir ykkur notum við eingöngu vottorð frá óháðu alþjóðlegu stofnununum GIA, IGI og HRD. Auk málsetninga demantsins, kveða þessi vottorð á um lögun, þyngd, lit, tærleika, gljáa, samhverfu, hlutföll og flúrljómun. Hver demantur er eins einstakur og ást ykkar og hefur þess vegna verið metinn og flokkaður af hópi sérfræðinga skv. ströngustu kröfum og stöðlum.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.