Switch to your country?

Við elskum demanta

Fræðast meira um konung allra eðalsteina

Frábær gæði

Stakur ljósgeisli er allt sem þarf til að vekja eldinn innst í demantinum. Hver steinn er sérstakur, skapaður djúpt í iðrum jarðar.

Gæðin og þar með verðmæti demants ræðst af samsetningu hinna svonefndu 4 C - Cut, Colour, Clarity og Carat (Skurður, litur, tærleiki, karat).

Hjá acredo eru aðeins boðnir demantar af bestu gæðum. Öllum steinum frá 0,3 kt. fylgir vottorð frá viðurkenndri alþjóðlegri prófunarstofnun. Skurður bestu demantana er alltaf framúrskarandi og þeir merktir hjarta & örvum

Viðurkennd alþjóðleg vottun

Vottorð eru ekki öll eins. Til að gæta fyllst öryggis notum við aðeins vottun þriggja leiðandi stofnana, GIA, IGI og HRD. Þetta eru óháðar alþjóðlegar prófunarstofnanir sem hafa frábært orðspor vegna sérlega strangra staðla sem farið er eftir.

Þegar margir sérfræðingar hafa lokið prófunum eru áreiðanleiki og upprunastaðfesting demantanna skráð á áreiðanlegan og nákvæman hátt á vottorðið. Þetta er nokkurs konar auðkennisskírteini demantsins.

Mat stofnananna fer fram samkvæmt alþjóðlega samþykktum og viðurkenndum viðmiðunum.

C-in 4 voru þróuð af Gemological Institue of America (GIA), sem var stofnuð 1931 og leggur metnað sinn í að vera óhlutdræg og áreiðanleg.

IGI, International Gemological Institute hefur sérhæft sig í greiningu og vottun demanta, eðalsteina og skartgripa síðan 1975. IGI rannsóknarstofur og útibú má finna við demantamiðstöðvar um allan heim.

HRD stendur fyrir Hoge Raad voor Diamant. Sú stofnun er staðsett í Antwerpen. Tvöfalt kóðunarkerfi tryggir hlutlægni í úttektum HRD

Merki ástarinnar: Hjarta & örvar

Hjá acredo eru allir demantar frá 0,3 kt ekki aðeins alþjóðlega viðurkenndir heldur eru þeir einnig merktir hjörtum & örvum.

Merki ástarinnar má sjá með sérstakri stækkunarlinsu á þessu sérstaka skurðarformi demantanna: Átta örvar á efra borði demantsins og átta hjörtu á neðra borði hans.

Aðeins 1% skorinna demanta uppfylla þessa fullkomnunarviðmiðun þar sem hún krefst mjög sérstakra horn- og lengdarhlutfalla. Þetta er eina leiðin til að ná algerri samhverfu.

Brilliant-skornir demantar með hjörtum & örvum bera af í ljóma. Fágætir fjársjóðir úr iðrum jarðar

Karat

Þyngd demants er tilgreind í karötum. Eitt karat samsvarar 0,2 grömmum. Hugtakið karat á uppruna sinn í fræjum karóbtrésins en þau vega 0,2 grömm.

Þessi þyngdareining hefur verið notuð til að mæla demanta síðan 1875. Verð demants er hærra eftir því sem karötin eru fleiri.

Auk þyngdarinnar er stærð demants háð öðrum þáttum eins og skurði, lögun steins og hlutföllum.

Sýnileg stærð demants virðist breytileg eftir lengd fingurs og ísetningunni. Hvítir eðalmálmar eins og hvítagull og platína auka sýnilega stærð steinsins

Tærleiki

Tærleiki er lýsandi fyrir hreinleika demants. Þessi eiginleiki skilur fágæta hreina demanta frá demöntum með einhverju innihaldi.

Innihald getur verið kristall eða aðskotaefni. Ýmis jarðefni sem dæmigerð eru fyrir tilteknar demantategundir geta verið lokaðar innan í demantinum. Þetta geta verið náttúrulegar sprungur eða lífrænar leifar. Innihaldið er flokkað eftir fjölda, stærð, staðsetningu og tegund. Mælikvarðinn er frá auðsjáanlegu (I3) til óaðfinnanlegs (FL/IF).

Óaðfinnanlegir demantar hafa ekkert sýnilegt innihald við 10x stækkun

Skurður

Skurður er enn annar mælikvarði demanta. Ljómi steinsins ræðst af skurðinum og hlutföllum hans. Skurðurinn er því eitt af grundvallarviðmiðunum í mati á demanti.

Mat á skurði getur talist viðunandi, gott, mjög gott og framúrskarandi fyrir afburða ljóma, bestu hlutföll og samhverfu. Horn og 8 aðrar viðmiðanir eru notaðar fyrir hlutföll og 18 viðmiðanir eru skoðaðar fyrir samhverfu.

Þar sem ljómi steinanna er okkur mjög mikilvægur þá notum við hjá acredo eingöngu demanta með skurðarmatið mjög gott eða framúrskarandi

Val á skurði

  • Brilliant

  • Princess

  • Baguette

Þekktasti og ástsælasti skurðurinn er ávali brilliantinn með sínum 58 hliðum að hámarki. Ljósendurkastið sem veitir demantinum hinn heillandi ljóma verður til þegar hliðarnar eru með fullkomnum hornum.

Aðrir vinsælir demantsskurðir eru fjögurra hliða princess, rétthyrndur baguette og smaragðsskurður.

Hjartalögun er fyrir þau rómantísku. Síðan eru sporöskju- og perulaga navette og marquise skurðir sem hafa sitt sérstaka aðdráttarafl

Litaðir demantar

Hjá acredo er að finna litaða demanta til að skapa með heillandi hringa og skartgripi. Þetta eru ekki litríkir náttúrudemantar heldur demantar með breyttum lit.

Litur demants breytist með þrýstingi og hita. Þetta ferli líkir eftir náttúrulega ferlinu sem skapar litríka demanta.

Í þessu ferli er hver demantur skoðaður m.t.t. ljósbrots áður en hann fer í gegnum eitt eða fleiri HTHP ferli.

Velja má um ýmsa bláa tóna, hlýjan gylltan, koníakslit, rauðan eða svartan, eftir því hvað sköpunargleðin kallar á

Verðgildi demanta

Mikið verðgildi er saman komið í litlu rými í einum demanti. Verðgildi demanta er tiltölulega stöðugt. Aðrar eignir eins og gull eða hlutabréf eru miklu óstöðugari í verði.

Verð demanta hefur hækkað jafnt og þétt síðustu 30 árin. Demantamarkaðurinn fór þó í gegnum nokkrar sveiflur á milli 2008 og 2011.

Verðgildi getur farið eftir stærð steinanna. Verð stærri steina hækkar hægar.

Þar sem árleg eftirspurn heldur áfram að aukast og meginæðar demanta í jarðlögum eru að verða uppurnar, þá reikna sérfræðingar með áframhaldandi verðhækkun.

Acredo færir ykkur demanta á frábæru verði miðað við gæði. Látið sérfræðinga okkar ráðleggja ykkur

Fjárfesting í demöntum

Hjá acredo lítum við fyrst og fremst á demanta sem skartgripi. Við elskum fegurð og útgeislun þessara óviðjafnanlegu steina.

Ef þið viljið sameina fjárfestingu og fegurð þá mælum við með að fjárfesta í steinum í hæsta gæðaflokki. Steinastærðin fer eftir fjármagninu.

Vottorð sem sannar gæði steinsins er mikilvægt fyrir fjárfestingardemant. Hjá acredo er sjálfgefið að öllum demöntum yfir 0,3 kt fylgir alþjóðlegt vottorð af hæstu gráðu frá GIA, IGI eða HRD.

Fjárfestið í lit, tærleika og því sem mestu skiptir, skurðinum. Mikilvægi skurðarins fer vaxandi því hann ræður úrslitum um endurkast ljóssins og þar með útgeislun steinsins.

Hjá acredo bjóðum við því aðeins demanta með Hjarta & örva merkinu og 3x framúrskarandi skurði.

Við mælum með fjárfestingarstreinum með eftirfarandi gæðastimplun: Óaðfinnanlegur, 3x frábær skurður, Hjarta & örvar. Þið verðið heilluð

Demanturinn, konungur allra eðalsteina

Hann er fágætur, gerður úr þolnu efni, hann glitrar í allar áttir. Orðið demantur er dregið af gríska orðinu "adamas" (ósigrandi). Ekki kemur því á óvart að hann sé kallaður konungur eðalsteina. Og sem konungur þá hefur hann upp á enn meira að bjóða. Hann endurvarpar allt að 100% birtunnar og hefur því hæsta mögulega endurkastsvísi allra eðalsteina með gildið 2,42. Demantur er eitt harðasta efni sem finnst á jörðinni og hefur gildið 10 á Mohs kvarða um hörku steinefna. Demantar eru fágætir og mjög erfitt að ná í þá því þeir myndast við mikinn þrýsting og 1700°C stiga hita á 150-200 km dýpi. Nú á dögum er þörf á mikilli fyrirhöfn til að ná í demanta úr opnum námum, neðanjarðarnámum og námum á hafsbotni. Aðeins fjórðungur þessara náttúrufjársjóða hentar til notkunar í skartgripi. Þess vegna eru demantar verðmæt tákn ástarinnar.

Hin 4 C ákvarða gæði demantsins

"Carat, clarity, colour and cut" (karat, tærleiki, litur og skurður) eru hin svonefndu fjögur C, sem notuð eru til að ákvarða gæði demanta. Hugtakið karat er nefnt eftir fræjum karóbtrésins vegna þyngdar þeirra (200 milligrömm) og hefur verið notað til að vigta demanta um heim allan síðan 1875. Verð demants fer mikið eftir tærleika hans. Því færri sem aðskotahlutir demants eru, eins og kristallar eða önnur steinefni, þeim mun hærri flokkun fær hann og verður því verðmætari.

Ef engin aðskotaefni eru sýnileg í demanti við tífalda smásjárstækkun er demanturinn flokkaður óaðfinnanlegur og þar með sérstaklega verðmætur.

Liturinn ákvarðar einnig verð demants. Litlausir demantar eru mjög vinsælir og dýrir, sérstaklega í heimi skartgripanna. En náttúrulega litríkir demantar í rauðum, bláum og svörtum lit eru einnig mjög verðmætir vegna þess hve sjaldgæfir þeir eru.

Gagnstætt fyrstu þrem þáttunum þá er skurðurinn(slípunin) í höndum sérfræðinganna. Skurðurinn ásamt hlutföllunum ákvarða ljóma demantsins. Demantar eru skornir ávalir sem brilliant, ferhyrndir princess, rétthyrndir baguette, hjartalaga, sporöskjulaga, marquise eða perulaga.

Hæstu alþjóðlegu vottanir hjá acredo

Alþjóðleg vottunarskilríki fylgja hverjum demanti frá 0,3kt sem keyptur er hjá acredo. Til öryggis fyrir ykkur notum við eingöngu vottorð frá óháðu alþjóðlegu stofnununum GIA, IGI og HRD. Auk málsetninga demantsins, kveða þessi vottorð á um lögun, þyngd, lit, tærleika, gljáa, samhverfu, hlutföll og flúrljómun. Hver demantur er eins einstakur og ást ykkar og hefur þess vegna verið metinn og flokkaður af hópi sérfræðinga skv. ströngustu kröfum og stöðlum.

www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.