Switch to your country?

Ráðgjöf frá hjartanu

Upplifið acredo gæðin

Þú finnur okkur í nágrenninu

Við höfum nægan tíma fyrir ykkur

Að skapa skartgrip krefst mikillar fagmennsku og sköpunargáfu en einnig mikils tíma.

Þar sem við leggjum mikið upp úr því að skilja ykkar einstaklingsbundnu aðstæður og kröfur þá mun ráðgjöf okkar taka a.m.k. eina klukkustund. Takið þann tímaramma með í reikninginn þegar þið áformið heimsókn til okkar svo ráðgjöfin geti orðið að upplifun fyrir ykkur.

Með hjálp nýstárlegrar hönnunartækni þróum við með ykkur hringa og skartgripi. Þið munuð ekki aðeins fá raunsannar myndir af gripunum heldur er verðið alltaf sjáanlegt í hverju skrefi. Þess vegna munuð þið alltaf hafa gott yfirlit.

Og ef við þurfum að vinna hratt þá lítum við á það sem áskorun

Innblásið úrval stílbrigða

Hringasnið sem þægilegt er að bera á fingri

Sniðið er mikilvægur þáttur svo hringur fari þægilega á fingri. Með sniði er átt við þverskurð hringferilsins.

Yfirlit okkar um snið hringa sýnir mikið úrval forma, sem eru ýmist kúpt, íhvolf eða bein. Öll acredo snið eru hönnuð til að vera þægileg og allar brúnir eru renndar.

Hvert snið hæfir sínum aðstæðum. Tilfinning fyrir hring er mjög misjöfn eftir breidd hans og hæð. Hvert snið er því fáanlegt í mörgum breiddum. Prófið mismunandi breiddir til að finna hvað hentar best.

Hafið í huga að hlutföll ættu að vera í jafnvægi m.t.t. fingranna. Breidd hrings er einnig háð því hvort hann eigi að bera stakan eða með fleiri hringum á sama fingri.

Athugið líka að jafnvel á giftingarhringum þarf snið ekki endilega að vera það sama á hring konunnar og karlsins. Ráðgjafar okkar munu skýra þetta nánar með ánægju.

Fullkomin mál hringanna

Næstum ekta - sýnishorn hringa

Hönnunarforritið opnar á ótrúlega möguleika. En það gerir einnig kröfur til ykkar sem viðskiptavinar um að taka margar ákvarðanir. Þið ákveðið hæð, breidd, lit, stærð, steina o.s.frv. Sumar ákvarðanir eru auðveldar en aðrar eru erfiðari.

Hjá acredo bjóðum við hringasýnishorn sem hjálpa ykkur eins mikið og kostur er í ákvörðunarferlinu og forða allri óvissu.

Hringasýnishornin eru úr silfri og hafa sömu lögun, breidd, hæð og stærð eins og draumahringarnir, sem gerir ykkur kleift að fá fullkomna tilfinningu fyrir hvernig er að bera þá.

Það tekur okkur u.þ.b. 14 daga að búa sýnishornin til. Hafið það í huga í ykkar áætlunum. Verð sýnishornanna er svo hægt að draga frá sjálfri hringapöntuninni.

Ef óskað er eftir viðbótum eins og raufum, steinum, yfirborðmynstrum eða áletrunum þá er það einnig hægt gegn aukagjaldi.

Ef ykkur finnst einhverra breytinga þörf af fenginni reynslu af sýnishornunum, þá munum við verða við því með ánægju

Afhendingartími

Tímasetningar og áætlanir

Það er okkur mikilvægt að geta veitt viðskiptavinum okkar ítarlega og faglega ráðgjöf. Við erum til þjónustu reiðubúin með ánægju. Þess vegna hvetjum við ykkur til að gera ráð fyrir nægum tíma í ráðgjöfina.

Ef þið viljið panta viðtal þá er hægt að ganga frá því við acredo samstarfsaðilana fyrirfram. Við mælum sértaklega með viðtalspöntun með fyrirvara fyrir kvöld og helgar.

Einn af ráðgjöfum okkar mun taka frá ríflegan tíma til að ræða við ykkur um allt sem skiptir ykkur máli í smáatriðum. Þannig munum við smátt og smátt þróa skartgripina ykkar í sameiningu

Hringabrúðkaupið

Acredo askjan

Framsetning og varðveisla á skartgrip verður að vera við hæfi. Acredo askjan var sérstaklega búin til í þeim tilgangi.

Gullnir og ljósbrúnir tónar umlykja skartið sem nýtur sín á miðju sviðinu. Efnið er notalegt viðkomu. Það er mjúkt og sem flauel viðkomu og veitir skartgripnum bestu mögulegu vörn.

Að auki og til frekari varðveislu fylgir lítill geymslupoki fyrir giftingarhringinn. Á vottunarskírteininu eru mikilvægar ráðleggingar um viðhald og umhirðu skartgripa.

Lúxus sem endast skal ævilangt

Finnið eftirlætisgripinn

Finnið næstu verslun


www.acredo.is uses cookies on this website to enhance the user experience and provide the best possible service. We also use third party cookies. For details see our privacy policy.