

Demantsskartgripir til að verða hugfangin af
Sjáið memoire hringa eins og þeir gerast fegurstir
Það eru mörg tilefni til að gefa ástvini þínum gjafir. Komdu ástinni þinni á óvart með skartgrip frá acredo á brúðkaupsafmæli eða öðrum tímamótum. Þá færðu örugglega að sjá andlit ljóma. Hönnunarforritið tryggir að alla okkar skartgripi er hægt að útfæra á persónubundinn hátt. Við vonum að þið njótið þeirrar reynslu!

Okkar innblástur
Sameinið sérstöku minningarnar - trúlofunina, brúðkaupið og önnur sérstök augnablik
Couplet - trisets
Chorus - stacking rings
Með "Chorus" línunni okkar viljum við veita ykkur innblástur til að bera hamingjuaugnablikin alltaf á ykkur í fullkomnu samræmi. Grípið augnablik bónorðsins - með sérsniðnum solitaire hring.
Brúðkaupsheitin sem þið gáfuð hvort öðru - táknuð með giftingarhringunum. Mörg önnur sérstök augnablik í lifi ykkar - hvert og eitt túlkað með fágætum demanti í memoire hringnum.
acredo: one-of-a-kind wedding ring culture
Shape your happiness with acredo
Ástin er í öndvegi við sköpun okkar hjá acredo - ástin sem tvær manneskjur bera til hvor annarrar og ástin á vörum okkar. Því eins og einstök ást ykkar, þá munu fallegu acredo skartgripirnir fylgja ykkur alla ævi. Við túlkum ykkar einstöku ást með persónulega hönnuðum og jafnframt tímalausum giftingar- og trúlofunarhringum sem þið berið eilíflega. Fullkomin form, sérlega þægilegir að bera, ströngustu kröfur í smíðagæðum. Acredo sérfræðingarnir okkar munu láta drauma ykkar verða að veruleika.Ástin er í öndvegi við sköpun okkar hjá acredo - ástin sem tvær manneskjur bera til hvor annarrar og ástin á vörum okkar. Því eins og einstök ást ykkar, þá munu fallegu acredo skartgripirnir fylgja ykkur alla ævi. Við túlkum ykkar einstöku ást með persónulega hönnuðum og jafnframt tímalausum giftingar- og trúlofunarhringum sem þið berið eilíflega. Fullkomin form, sérlega þægilegir að bera, ströngustu kröfur í smíðagæðum. Acredo sérfræðingarnir okkar munu láta drauma ykkar verða að veruleika.
Það snýst allt um smáatriði. Hjá acredo er hver skartgripur einstakur
Falleg rauf, óvenjuleg steinafesting eða mjög nýstárlegt samspil lita. Þetta og margar fleiri útfærslur gera skartið frá acredo einstakt og bera hug ykkar fagurt vitni. Sniðið eftir óskum ykkar og innblásið af hönnunarlínum okkar. Við vinnum með ykkur að því að gera hugmynd ykkar um fullkomna hringa með viðeigandi fylgihlutum að veruleika. Frá naumhyggju til munaðar og frá hefð til nútíma, þá hafa hönnuðir okkar þróað munúðarfulla hönnun sem beinist að því sem máli skiptir
Hjá acredo mætast fagmennska og besta tækni sem völ er á
Á verkstæði okkar í Pforzheim tengist margra ára reynsla gullsmiðsins við alla einstaklingsbundnu möguleika hönnunarforritsins. Acredo giftingarhringahönnuðurinn býður upp á að samþætta form, lit, málmblöndu, og steinasetningu í skartgripunum ykkar til að skapa einstaka muni. Þannig getið þið haldið ykkar eigin stíl og látið langanir, sköpunarkraft og ástriðu ykkar ráða hönnun skartgripanna. Óskoruð gæði, bestu hráefni og fyrsta flokks hringafestingar tryggja lokaútkomuna sem verður að tákni um sanna ást ykkar.